
Á vængjum vínsins
Fyrir tæplega fjórum áratugum stofnuðu Diddú, Örn Árnason og Jónas Þórir matarklúbb sem fékk nafnið Á vængjum vínsins. Þau komu þá mikið fram saman, oftast á Hótel Sögu. Segja má að þau hafi sérhæft sig í að para saman góð vín með góðum mat, en Jónas flytur inn ítölsk gæðavín ásamt vinum sínum. Makar þeirra eru að sjálfsögðu með í klúbbnum sem hittist reglulega, öll eru þau annálaðir matgæðingar og listafólk fram í fingurgóma. Okkur var boðið í veislu í matarklúbbnum og þvílík veisla. í forrétt var humarpasta sem Diddú útbjó, síðan lambakóróna sem Jónas og Rósa sáu um og Örn kom með eftirréttinn. Þetta var allt hvert öðru betra.
— MATARKLÚBBAR — DIDDÚ — ÖRN ÁRNASON — JÓNAS ÞÓRIR — HUMAR — PASTA — LAMBAHRYGGUR — EFTIRRÉTTIR —
.


Humarpasta frá Diddú
400 g gott pasta
600 g heiliir humrar
4 hvítlausrif
1 msk kapers
10 sítrónuólífur(skornar smátt)
1 sítróna
3 fennel (smátt saxað)
½ púrra
2 shallotlaukar
1 gulrót
2 msk smjör
ólífuolía
1/2 g saffran
3 anís stjörnur (fínt malaðar)
3 bollar gott humarsoð
300 ml hvítvín
200 ml matreiðslurjómi
Humarsoð:
Skeljarnar af humrinum
Gulrót
Skallott laukurinn
púrran
Hvítlaukurinn
1 msk tómatpuré
Saffran
Anis
Hvítvín
Rjóminn
Allt grænmetið gyllt í smjörinu og olíu
Skeljunum bætt útí
Kryddinu dreift yfir
Vökvanum bætt útí og soðið í dágóða stund við vægan hita.
Skeljarnar veiddar uppúr.
Gumsið og vökvinn soðið ögn niður.
Smakka til (má bæta chilli útí, ef vill).
Hreinsaður humarinn, ásamt kapers og ólífum sett útí gumsið og látið malla meðan pastað er að sjóða ca. 8-10 mín.
Láta vatnið renna af pastanu sem á að vera al dente.
Pastað sett á disk , humar sósan yfir, skreytt að vild. (Steinselja, saffran etc.)
Buon appetito!!!

Lambakóróna með pestói
Dreifið góðu pestói á lambakórónuna (Jónas var með pestó frá Diddú)
kryddið með salti og pipar
Steikið við 150°C í þangað til ykkur finnst hann hæfilega steiktur
Berið fram með smjörsteiktum sveppum + smá hlynssýróp og ofnbökuðu grænmeti (t.d. gulrótum, sætum kartöflum og næpum).

Mascarpone eftirréttur
Muldar Biscoff kökur vættar með sérrýi og hlynsírópi.
Síðan: Þeyttur mascarpone með vanillu
þá: jarðarberja- og rabarbarasulta
og: þeyttur mascarpone með sítrónu.
Efst: smá sulta og bláber til skrauts.
.




— MATARKLÚBBAR — DIDDÚ — ÖRN ÁRNASON — JÓNAS ÞÓRIR — HUMAR — PASTA — LAMBAHRYGGUR — EFTIRRÉTTIR —
.