
Matur & drykkur
Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur hefur verið ein helsta uppflettibók heimilisins þegar um er að ræða hefðbundinn íslenskan mat, en veitingastaðurinn Matur og drykkur í saltfiskverkunarhúsinu úti á Granda er einmitt nefndur eftir þessari öndvegisbók og býður upp á nostalgíuferðir, þar sem íslenskur hefðbundinn matur fær alveg nýjan snúning eða „twist“ eins og það heitir víst á úttlensku. Sjeffinn hún Helga Haraldsdóttir rekstrastjóri er alger galdrakona í eldhúsinu, meira að segja svo að Michelin útsendararnir gáfu staðnum meðmæli sín í ár.
Staðurinn er notalegur, hljóðvistin góð og ekkert skrýtið þó að staðurinn fyllist af fólki, enda er margt yndislegt starfsfólk og Sam þjónaði okkur af mikilli alúð. Við byrjuðum á kokteilum og mokteilum og skelltum okkur svo í 10 rétta matseðil, sem er boðið upp á í vetur, en jólamatseðillinn fær þó sitt pláss í desember. Skemmst er frá því að segja að hver rétturinn á fætur á öðrum byrjaði með þögn og svo var stunið mmmm, maturinn var ekki aðeins veisla fyrir bragðlaukana heldur var hann einstaklega fagur á að líta. Já, það er vel hægt að mæla með Mat og drykk ef við viljum gera reglulega vel við okkur.
Þjónarnir á Mat & drykk fá sérstakt hrós fyrir að spyrja ekki í tíma og ótíma hvernig maturinn bragðist eða hvort allt sé í lagi.
— MATUR OG DRYKKUR — VEITINGAHÚS – ARNDÍS BJÖRK — HELGA SIGURÐAR —
.












— MATUR OG DRYKKUR — VEITINGAHÚS – ARNDÍS BJÖRK — HELGA SIGURÐAR —
.
