
Fennelsíldarsalat
Stundum fæðist ný uppskrift af hreinni forvitni – og þessi er einmitt þannig. Mér þykja síldarsalöt mjög góð enda eru þau fjölmörg á síðunni (SJÁ HÉR) og alveg tímabært að bæta við.
Hvers vegna fennel? Jú – fennel hefur mildan og aðeins sætan lakkrístón – með öllu hinu verður til salat sem er bæði fallegt á borði og næstum því hættulega gott.
— VINSÆLUSTU SÍLDARSALÖTIN — SÍLD — FENNEL — SALÖT — DILL — SÍLDARSALÖT — RÚGBRAUÐ —
.
Fennelsíldarsalat
ca 300 g marineruð síld í bitum
um 100g mjög fínt saxað fennel
1/2 b mæjónes
1/2 b sýrður rjómi
1,5 tsk Dijon
1 epli, skorið í litla teninga
1 sítróna — börkur og safi
1 lítið knippi ferskt dill, fínsaxað (ca.2 msk)
⅓ tsk salt + svartur pipar.
Hrærið saman í skál öllu saman í skál
Látið standa í ísskáp í 3-4 klst eða yfir nótt.
Berið fram með nýbökuðu rúgbrauði eða súrdeigsbrauði
— VINSÆLUSTU SÍLDARSALÖTIN — SÍLD — FENNEL — SALÖT — DILL — SÍLDARSALÖT — RÚGBRAUÐ —
.

