
Shakshuka
Safa Jemai er frá Túnis en hefur búið á Íslandi síðan 2018 og hefur náð svo góðum tökum á tungumálinu að ekki er nokkur leið að heyra að hún sé ekki íslensk. Safa flytur inn krydd frá heimalandinu og er með fjölskylduna þar í vinnu, kryddin heita Mabrúka (SJÁ HÉR)
Shakshuka er vinsæll morgun- og brunchréttur frá Norður-Afríku og Miðausturlöndum, einkum tengdur matarmenningu Túnis og nágrannaríkja. Rétturinn samanstendur af eggjum sem eru soðin beint í ilmandi tómatsósu með lauk, hvítlauk, papriku og kryddum. Shakshuka er einfalt að útbúa, næringarrík og einstaklega bragðmikið – og best borin fram beint af pönnunni með góðu brauði til að dýfa í sósuna.
— TÚNIS —
.

Shakshuka
2 msk ólífuolía
1 laukur, saxaður
2–3 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 græn paprika, skorin bita
1 msk Shakshuka kryddblanda frá Mabrúka
1 msk grænmetisblanda frá Mabrúka
1 dós (400 g) niðursoðnir tómatar
Salt og nýmalaður svartur pipar
3 egg
fersk söxuð steinselja.
Hitið ólífuolíuna á pönnu við meðalhita.
Steikið laukinn þar til hann er mjúkur og glær, bætið þá tómötum, hvítlauk og kryddum og látið malla í 10–15 mínútur, þar til sósan hefur þykknað lítillega.
Gerið litlar holur í sósuna og brjótið eggin varlega ofan í.
Leggið lok á pönnuna og látið eggin eldast þar til eggjahvíturnar eru stífar en rauðan enn mjúk (5–8 mínútur).
Stráið steinselju yfir og berið fram strax.
Shakshuka er best með nýbökuðu flatbrauði, súrdeigsbrauði eða pítu. Hún má einnig bera fram með jógúrt, labneh eða fetaosti, ef vill.


