
Borðsiðanámskeið fyrir ungmenni
Góðir borðsiðir eru ekki aðeins formleg kurteisi – þeir skapa öryggi, ró og ánægjulegt andrúmsloft þar sem samskipti verða auðveldari og afslappaðri. Þegar fólk kann grunnatriðin við borðhald losnar það undan óvissu og getur einbeitt sér að samverunni sjálfri.
Við höfum reglulega haldið námskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni þar sem farið er yfir borðsiði og almenna kurteisi á skýran, lifandi og aðgengilegan hátt. Þar er meðal annars rætt um hvernig við heilsumst með handabandi, skálum, hvað gera skuli við servíettuna, hvernig halda eigi á léttvínsglösum og hvaða umræðuefni henta – og henta ekki – við borðhald. Einnig eru kenndir einfaldir ísbrjótar og ráð til að gera samveru við borð bæði notalega og eftirminnilega.
Borðsiðir eru færni sem nýtist alla ævi, hvort sem er í daglegu lífi, fjölskylduboði, á Bessastöðum, í námi eða síðar á vinnumarkaði. Með traustan grunn í borðsiðum öðlast ungt fólk sjálfstraust sem fylgir því langt fram á fullorðinsár.
.

Nánari upplýsingar: albert.eiriksson@gmail.com eða SENDA PÓST
.
.


