Auglýsing
Hríseyjarfiskisúpan góða Biggi Eyjakaffi Hrísey góð súpa Birgir Snorrason bakari og Kristín Petra Guðmundsdóttir
Hríseyjarfiskisúpan góða

Hríseyjarfiskisúpan góða

Víða um Ísland leynast sælkeraáningastaðir sem vert er að stoppa við, líta inn, svala forvitninni, fá sér að borða eða taka með lítilræði. Aðalsteinn Bergdal einkaleiðsögumaður okkar í Hrísey byrjaði á að fara með okkur til Bigga bakara í Eyjakaffi í Brynjólfshúsi í alveg stórfína fiskisúpu.  Þau hjónin ákváðu að breyta sumarhúsi sínu í kaffihús. Þarna sátum við næstum því í fjöruborðinu, borðuðum dásemdar fiskisúpu með þorski í sem veiddur var rúmum klukkutíma áður. Með kaffinu á eftir fengum við okkur tertusneiðar sem bakarameistarinn galdraði fram. Gríðarlegur metnaður í Eyjakaffi vel gert.

HRÍSEY FISKISÚPUR  SÚPUR — AKUREYRI

.

Albert og Birgir
Albert og Birgir Snorrason

Hríseyjarfiskisúpan góða

2 laukar
4 rif hvítlaukur
2 paprikur (nota tvo til þrjá liti svo súpan verði falleg)
1 Chilli ( ef dauft þá meira)
2/3 flaska hvítvín
1 dós Hunts niðursoðnir tómatar (Stewed tomatoes) skornir niður.
2 msk kjúklingakraftur
2 tsk Dijon sinnep
3 msk appelsínumarmelaði
salt og pipar eftir smekk.
Olía
vatn

Þorskur, lax og rækjur ( hægt að hvaða fisk sem er, mjög gott og eins fallegt í potti að nota nokkrar skeljar af krækling )

Laukur og paprika steikt í olíu
Allt sett út í ( ekki fiskur) hvítvínið látið sjóða niður um helming.
Ca. 1,5 lítri af vatni sett út og látið sjóða í um 10. Mín.
Saltað og piprað eftir smekk.
Fiskur settur út í, látið standa í nokkrar mín.

  

.

HRÍSEY FISKISÚPUR  SÚPUR — AKUREYRI

— HRÍSEYJARFISKISÚPAN GÓÐA —

.

Auglýsing