Brownies

Brownies á páskum páskar páskatertur albert eldar
Brownies

Brownies

Brownies eru svo amerískar að það er eiginlega ekki hægt að þýða
nafnið, viltu brúnkur heillin? Seigar í miðjunni og svolítið stökkar á
yfirborðinu eru þær ómótstæðilegar þegar mikið stendur til. Og þær
klárast! Ef ekki, laumast maður, eins og Nigella, seint að kvöldi í
ísskápinn, stynur um leið og maður bítur í eina freistandi brownie og
fær sér íííískalda mjólk með. Þetta má ALLS ekki verða daglegt brauð,
hér er ekki um hollustufæði að ræða! En hvað væri lífið án þess að
syndga pínulítið einu sinni á ári?

Brownies

70 g 70% súkkulaði

100 g 56% súkkulaði

150 g smjör

200 g sykur

2 tsk vanilludropar

3 stór egg

100 g hveiti

1/2 tsk lyftiduft

Ef vill: 100 g þurr-ristaðar heslihnetur eða aðrar hnetur …

Hitið ofninn í 160°C.
Setjið bökunarpappír í 20×20 sm form.
Bræðið súkkulaði og smjör saman. Hellið í hrærivélarskálina og þeytið
sykur og vanillu saman við. Þeytið eggin út í, eitt í einu. Þeytið
áfram þar til deigið er mjúkt og glansandi.
Sigtið hveiti og lyftiduft út í deigið og hrærið stuttlega saman við á
lægsta hraða. Blandið hnetum saman við með skeið.
Hellið í formið; bakið þar til tannstöngull kemur út með rökum bitum í
miðju, hann á ekki að vera þurr, 35-40 mínútur.
Kælið vel á grind. Skerið í ferninga.
Gerir 12-16 brownies.

 
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.