Döðluterta – dásamlega góð

Döðluterta, döðlukaka, döðlur, valhnetur, súkkulaði, Kata Kolbeins, Þóra Katrín KOLBEINS uppáhalds kaffimeðlæti
Döðluterta – dásamlega góð

Döðluterta

Kata vinkona mín er einstaklega glaðleg og „elegant“ kona, sem vílar ekki hlutina fyrir sér, enda leikur allt í höndunum á henni, þar á meðal matargerð. Af henni hef ég þegið ýmis góð ráð og frá henni er þessi lauflétta döðluterta ættuð. Döðlur eru prýðilegt sætuefni, til dæmis í hafragraut, „boozt“ og margt fleira, en auk þess innihalda þær A- og B-vítamín og helling af steinefnum, til dæmis járn.

Valhnetur eru líka afbragðs fæða úr gnægtabrunni náttúrunnar. Einhvers staðar heyrði ég því fleygt, að þær litu út eins og heili til þess að minna okkur á hve góð áhrif þær hefðu á heilastarfsemi og veitir víst ekki af í erli nútímans. Hvort sem það er satt eða logið, er því haldið statt og stöðugt fram, að þær innihaldi mikið af omega-3 og ættu því að lækka vonda kólesterólið í blóðinu.

Súkkulaði, „fæða guðanna“, inniheldur járn, magnesíum, kopar og eitthvað af B-vítamínum. Mörgum þykir þó áhugaverðara ástarlyfið tryptófan sem notað er í framleiðslu á serótónín og framkallar gleðitilfinningu, að maður tali nú ekki um þeóbrómín í kakóbauninni, sem sagt er vera stinningarlyf … Já sæll.

Til hátíðabrigða er tilvalið að skella í þessa fínu köku, sem er bæði létt og „elegant“, eins og Kata sjálf! Og ekki verður sagt að þeyttur rjómi eða góður ís spilli ánægjunni …

— DÖÐLUTERTURKATA KOLBEINSTERTUR

.

Döðluterta

100 g döðlur, smátt skornar

100 g valhnetur, smátt skornar

100 g súkkulaði 70%, smátt skorið

100 g hrásykur (eða minna)

5 msk(vel fullar) spelt hveiti/heilhveiti

4-6 msk vatn

2-3 msk góð olía

2 stk egg

1 tsk vínsteinslyftiduft

1/2 tsk salt

Skerið döðlurnar niður og veltið upp úr hveitinu í skál, svo að þær klessist ekki. Hrærið saman vatn, olíu, egg, lyftiduft, sykur og salt í hrærivél.  Blandið svo öllu öðru hráefni vandlega saman við og látið standa í smá stund við stofuhita til að brjóta sig, u.þ.b. 15 mín.Setjið bökunarpappír í botninn á 24 sm lausbotna formi, smyrjið hliðarnar svolítið með olíu, bakið í u.þ.b. 35-40 mín. við 150°C. En það er segin saga, að ekki er alltaf að treysta á bökunartíma í uppskriftum, enda er hver ofn með sína dynti og duttlunga. Ein vinkona mín segist finna það á lyktinni þegar kakan er til, en hún er líka með sex skilningarvit.

döðluterta
Úr Fréttablaðinu

..

— DÖÐLUTERTURKATA KOLBEINSTERTUR

— DÖÐLUTERTAN DÁSAMLEGA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla