Sólskinsterta – terta sumardagsins fyrsta

 

sumardagurinn fyrsti fyrsti sumardagur hefð hafðir Gleðilegt sumar Sólskinskaka terta kaka Karamellukrem Björn Bjørn Rosenkrantz de Neergaard Bjørn Rosenkrantz de Neergaard sumarið sumardagurinn fyrsti Hulda Steinsdóttir Brimnes Fáskrúðsfjörður karamellukrem – terta sumardagsins fyrsta
Sólskinsterta – hefðin er að baka þessa tertu á sumardaginn fyrsta

Sólskinsterta – terta sumardagsins fyrsta

Sólskinstertu hefur mamma bakað á sumardaginn fyrsta í yfir hálfa öld. Heima var þessi terta var aldrei bökuð á öðrum tíma. Hún er kannski ekki sú hollasta en það er gaman að halda í hefðir og bragðgóð er hún – því get ég lofað. Hafið í huga að þetta er frekar lítil uppskrift, oftast hef ég hana tvöfalda. Stundum minnka ég smjörmagnið og nota 2-3 msk af matarolíu, þannig verður hún mýkri.

Gleðilegt sumar!

🌞

KARAMELLUKREMHULDA STEINSDSUMARDAGURINN FYRSTIKAFFIMEÐLÆTIBRAUÐTERTURHEFÐIR

🌞

Sólskinsterta
Hulda með sólskinstertuna góðu

Sólskinsterta

120 g smjör
1 dl sykur
2 egg
1 1/2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk möndludropar
1/2 tsk salt.

Hrærið smjör, sykur og egg saman. Blandið þurrefnunum saman, hrærið vel saman og hellið deiginu í lítið smurt smelluform. Bakið við 180 gráður, í um 20 mín. Látið kökuna standa stutta stund áður en kreminu er hellt yfir. Berið restina af kreminu fram með kökunni.

Krem

1-2 dl rjómi
120 g sykur (rúmlega dl)
2 msk síróp
1 tsk salt
30 g smjör
1 tsk vanilla (extract)

Sjóðið rjóman, sykurinn og sírópið saman, við vægan hita, þar til blandan fer að þykkna. Hrærið smjörinu, salti og vanillu saman við og látið kremið kólna lítið eitt áður en því er smurt á kökuna.

Sólskinsterta með karamellukremi
Sólskinskaka kaffibolli
Kaffi og sólskinsterta

🌞

KARAMELLUKREMHULDA STEINSDÓTTIRSUMARDAGURINN FYRSTIKAFFIMEÐLÆTIBRAUÐTERTURHEFÐIR

— SÓLSKINSTERTA —

🌞

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.