Grænmetisbuff

Grænmetisbuff
Grænmetisbuff

Grænmetisbuff

Suma morgna setjum við grænmeti í safapressu og drekkum safann okkur til mikillar ánægju. Oftar en ekki hef ég lent í vandræðum með hratið, mér er frekar illa við að henda því. En nú er komin lausn: blanda soðnum baunum saman við hratið ásamt steiktum lauk. Útbúa buff, velta upp úr grófu haframjöli og steikja. Buffin á myndinni eru fagurlega rauð vegna rauðrófu sem notuð.

Buffin má einnig hafa þynnri og nota í hamborgarabrauð staðinn fyrir hakkað kjöt.

.

GRÆNMETIBUFFBLÓMKÁL — PITSUR

.

Grænmetisbuff

2 bollar grænmetishrat (t.d. blómkál, spergilkál, rauðrófur, hvítlaukur, engifer, sætar kartöflur, gulrætur, rófur, paprika, sellerý….)

2 bollar soðnar smjörbaunir (má nota aðrar tegundir)

1/2 laukur

4 msk gróft haframjöl

1/2 b góð matarolía

1 msk karrý

salt og pipar

Saxið laukinn í helmingnum af olíunni, bætið út í karrýinu og léttsteikið. Setjið grænmetishratið, baunirnar, laukinn, helminginn af haframjölinu, salt og pipar í matvinnsluvél og maukið.

Útbúið bollur eða buff, veltið upp úr haframjöli og steikið í olíu lengi á hvorri hlið við lágan hita.

.

GRÆNMETIBUFFBLÓMKÁL — PITSUR

GRÆNMETISBUFF

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Páskaterturnar á Albert eldar

Páskaterturnar á Albert eldar. Þær eru misjafnar hefðirnar þegar kemur að mat á stórhátíðum. Við höfum þá hefð að baka árlega „páskatertuna", sem alltaf er ný terta en gæti stundum farið í hnallþóruflokkinn. Auðvitað má baka þessar tertur alla daga, allt árið :) Páskaterta þessa árs er í vinnslu og birtist hér á næstu dögum, en listinn yfir síðustu Páskatertur er hér fyrir neðan

SaveSave

SaveSave

Dórukex

Dórukex

Dórukex. Hef marg oft áður skrifað hér um matarást mína á Dóru í eldhúsi Listaháskólans, af henni hef ég lært fjölmargt í gegnum tíðina. Dóra hefur sérhæft sig í hollum og góðum mat, mat sem fólk á öllum aldri ætti að borða daglega (mest grænmeti, hnetur, ávextir, fræ og lítið af dýraafurðum). Heilsa okkar er beintengd því sem við borðum, það er ágætt að hafa hugfast að flestir svonefndir menningarsjúkdómar eru matartengdir.

Hreindýralund – snöggsteikt á pönnu og hægelduð í ofni

Hreindýralund - snöggsteikt á pönnu og hægelduð í ofni. Mikið lifandis ósköp er hreindýrakjöt mjúkt og gott ef það er rétt eldað. Meðlætið með hreindýralundinni var Waldorfssalat og sykurbrúnaðar kartöflur ásamt sósunni