Grænmetisbuff

Grænmetisbuff
Grænmetisbuff

Grænmetisbuff

Suma morgna setjum við grænmeti í safapressu og drekkum safann okkur til mikillar ánægju. Oftar en ekki hef ég lent í vandræðum með hratið, mér er frekar illa við að henda því. En nú er komin lausn: blanda soðnum baunum saman við hratið ásamt steiktum lauk. Útbúa buff, velta upp úr grófu haframjöli og steikja. Buffin á myndinni eru fagurlega rauð vegna rauðrófu sem notuð.

Buffin má einnig hafa þynnri og nota í hamborgarabrauð staðinn fyrir hakkað kjöt.

.

GRÆNMETIBUFFBLÓMKÁL — PITSUR

.

Grænmetisbuff

2 bollar grænmetishrat (t.d. blómkál, spergilkál, rauðrófur, hvítlaukur, engifer, sætar kartöflur, gulrætur, rófur, paprika, sellerý….)

2 bollar soðnar smjörbaunir (má nota aðrar tegundir)

1/2 laukur

4 msk gróft haframjöl

1/2 b góð matarolía

1 msk karrý

salt og pipar

Saxið laukinn í helmingnum af olíunni, bætið út í karrýinu og léttsteikið. Setjið grænmetishratið, baunirnar, laukinn, helminginn af haframjölinu, salt og pipar í matvinnsluvél og maukið.

Útbúið bollur eða buff, veltið upp úr haframjöli og steikið í olíu lengi á hvorri hlið við lágan hita.

.

GRÆNMETIBUFFBLÓMKÁL — PITSUR

GRÆNMETISBUFF

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Handaband – persónulegt og hlýlegt

Handaband

Handaband. Talið er að það taki okkur aðeins nokkrar sekúndur að ákveða hvort okkur líkar við persónu sem við hittum í fyrsta skipti. Handaband getur sagt margt um persónuleika og hlýleika þess sem heilsar. Að taka í höndina á annari manneskju getur táknað meira en sjálfsagða kurteisi, ekki síst þegar um viðskipti er að ræða. Það getur sagt talsvert um traust, áreiðanleika, hreinskiptni og falsleysi.

Nýjar íslenskar kartöflur á markað – Íslenski kartöfludagurinn 2017

Íslenski kartöfludagurinn 2017. Í dag komu nýjar íslenskar kartöflur á markað og í tilefni þess var boðið til kartöfluveislu í Kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku. Tveir meðlimir úr kokkalandsliði Íslands, þau Ylfa Helgadóttir yfirmatreiðslumeistari á Kopar og Georg Arnar Halldórsson matreiðslumaður á Súmac töfruðu fram nokkra magnaða rétti þar sem íslenskar kartöflur voru í aðalhlutverki. Við gleðjumst yfir nýjum kartöflum sem nú eru komnar í búðir.