Grænmetisbuff

Grænmetisbuff
Grænmetisbuff

Grænmetisbuff

Suma morgna setjum við grænmeti í safapressu og drekkum safann okkur til mikillar ánægju. Oftar en ekki hef ég lent í vandræðum með hratið, mér er frekar illa við að henda því. En nú er komin lausn: blanda soðnum baunum saman við hratið ásamt steiktum lauk. Útbúa buff, velta upp úr grófu haframjöli og steikja. Buffin á myndinni eru fagurlega rauð vegna rauðrófu sem notuð.

Buffin má einnig hafa þynnri og nota í hamborgarabrauð staðinn fyrir hakkað kjöt.

.

GRÆNMETIBUFFBLÓMKÁL — PITSUR

.

Grænmetisbuff

2 bollar grænmetishrat (t.d. blómkál, spergilkál, rauðrófur, hvítlaukur, engifer, sætar kartöflur, gulrætur, rófur, paprika, sellerý….)

2 bollar soðnar smjörbaunir (má nota aðrar tegundir)

1/2 laukur

4 msk gróft haframjöl

1/2 b góð matarolía

1 msk karrý

salt og pipar

Saxið laukinn í helmingnum af olíunni, bætið út í karrýinu og léttsteikið. Setjið grænmetishratið, baunirnar, laukinn, helminginn af haframjölinu, salt og pipar í matvinnsluvél og maukið.

Útbúið bollur eða buff, veltið upp úr haframjöli og steikið í olíu lengi á hvorri hlið við lágan hita.

.

GRÆNMETIBUFFBLÓMKÁL — PITSUR

GRÆNMETISBUFF

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Marokkóskir snjóboltar

Marokkóskir snjóboltar IMG_2006Marokkóskir snjóboltar IMG_1987

Marokkóskir snjóboltar. Andrea vinkona mín í mötuneyti Listaháskólans galdraði fram þessar bollur sem runnu ljúflega niður með góðum kaffisopa. Annars munu snjóboltarnir vera vinsæll eftirréttur í Marokkó.

Hátíðlegur chiabúðingur

Chiagrautur

Hátíðlegur chiabúðingur. Það er auðvelt að útbúa chiagraut og líka möndlumjólk. Þessi bragðgóði chiabúðingur er léttur og hollur. Chiafræ eru kalk-, trefja- og prótínrík, auk þess innihalda þau omega 3 og 6.