Kransakonfekt
Í fermingarveislunni um daginn var boðið uppá kransakonfekt.Passlega bakaðar kransakökur geta verði ljúffengar og gaman að smakka í hófi (svona einu sinni á ári), hins vegar eru ofbakaðar kranskakökur einstaklega óspennandi – bæði þurrar og harðar. Það var auðsótt að fá uppskriftina til birtingar hér á síðunni og gaman að segja frá því að baksturinn á kökunum var fullkominn.
Kransakonfekt
500 g kransamassi
250 g sykur
Hrært vel saman.
3-4 eggjahvítum bætt í og hrært áfram
sprautað á bökunarplötu og bakað í ca 10 mín við 200 gráður C eða þa til verður gyllt á lit.
Súkkulaðikrem á kransakonfektið
250 ml rjómi
500 g rjómasúkkulaði
40 g smjör
rjómi hitaður að suðu, hellt yfir súkkulaðið, smjöri bætt í og kælt í um sólarhring.
Súkkulaðikreminu sprautað ofan á kranskonfektið, og síðan dýft í bráðið súkkulaði. Gott að setja kókosmjöl eða muldar heslihnetur yfir (ef vill).