Kransakonfekt

Kransakonfekt ferming
Í fermingarveislunni um daginn var boðið uppá kransakonfekt.Passlega bakaðar kransakökur geta verði ljúffengar og gaman að smakka í hófi (svona einu sinni á ári), hins vegar eru ofbakaðar kranskakökur einstaklega óspennandi – bæði þurrar og harðar. Það var auðsótt að fá uppskriftina til birtingar hér á síðunni og gaman að segja frá því að baksturinn á kökunum var fullkominn.
Kransakonfekt
500 g kransamassi
250 g sykur
Hrært vel saman.
3-4 eggjahvítum bætt í og hrært áfram
sprautað á bökunarplötu og bakað í ca 10 mín við 200 gráður C eða þa til verður gyllt á lit.
Súkkulaðikrem á kransakonfektið
250 ml rjómi
500 g rjómasúkkulaði
40 g smjör
rjómi hitaður að suðu, hellt yfir súkkulaðið, smjöri bætt í og kælt í um sólarhring.
Súkkulaðikreminu sprautað ofan á kranskonfektið, og síðan dýft í bráðið súkkulaði. Gott að setja kókosmjöl eða muldar heslihnetur yfir (ef vill).

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hildur Eir og Heimir útbjuggu fiskisúpu og heilsuköku

Heiðurshjónin Hildur Eir Bolladóttir og Heimir Haraldsson á Akureyri útbjuggu fiskisúpu eftir uppskrift frá Dodda vini þeirra og heilsuköku á eftir.  Doddi heitir Þórður Jakobsson og er kokkur á sjó „við kennum hann oftast við konuna hans og segjum Doddi Sigrúnar" Doddi veit hvernig gott er að meðhöndla auðævi sjávar og metta harðduglega sjómenn (og aðra)

Skonsubrauðterta með sjávarréttasalati

Skonsubrauðterta með sjávarréttasalati. Er að missa mig í brauðtertunum. Á milli fór hefðbundið rækjusalat plús surimi. Ofan á eru soðin egg, laxamús úr túbu frá ABBA (samt ekki hljómsveitinni...), síld, rækjur, rauðlaukur, gúrkur og steinselja. Það er nú eins með þessar brauðtertur og allar hinar; Gefið hugmyndafluginu lausan tauminn þegar þið varið að skreyta.