Auglýsing
Lax undir krydduðu grænmeti
Lax undir krydduðu grænmeti

Lax undir krydduðu grænmeti

Sítrónur eru góðar í flestum mat, tja ef ekki bara öllum. Í raun má nota það grænmeti sem er til í þennan rétt.  Þó grænmetið skipti máli skiptir kryddið í raun meira máli hér eins og annarsstaðar. Lax er feitur og góður fiskur og í miklu uppáhaldi ásamt öðrum feitum fiskum.

Lax undir krydduðu grænmeti.

800 g lax

ca hálf sæt kartafla

1-2 gulrætur

1/2 stilkur sellerý

5 hvítlauksgeirar

blaðlaukur

safi úr 1/2 sítrónu

2 msk kummin

3-4 msk góð olía

chili

kóriander að vild

salt og pipar

Roðrífið laxinn, skerið í bita og raðið í eldfast form. Rífið kartöflur og gulrætur, saxið smátt sellerý, hvítlauk og blaðlauk, setjið allt í skál ásamt sítrónusafanum og kryddinu. Blandið vel saman og látið ofan á fiskinn.

Bakið í vel heitum ofni í 15-20 mín

Auglýsing