Lax undir krydduðu grænmeti

Lax undir krydduðu grænmeti
Lax undir krydduðu grænmeti

Lax undir krydduðu grænmeti

Sítrónur eru góðar í flestum mat, tja ef ekki bara öllum. Í raun má nota það grænmeti sem er til í þennan rétt.  Þó grænmetið skipti máli skiptir kryddið í raun meira máli hér eins og annarsstaðar. Lax er feitur og góður fiskur og í miklu uppáhaldi ásamt öðrum feitum fiskum.

Lax undir krydduðu grænmeti.

800 g lax

ca hálf sæt kartafla

1-2 gulrætur

1/2 stilkur sellerý

5 hvítlauksgeirar

blaðlaukur

safi úr 1/2 sítrónu

2 msk kummin

3-4 msk góð olía

chili

kóriander að vild

salt og pipar

Roðrífið laxinn, skerið í bita og raðið í eldfast form. Rífið kartöflur og gulrætur, saxið smátt sellerý, hvítlauk og blaðlauk, setjið allt í skál ásamt sítrónusafanum og kryddinu. Blandið vel saman og látið ofan á fiskinn.

Bakið í vel heitum ofni í 15-20 mín

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Möndlugrauturinn og möndlugjöfin

Möndlugrauturinn. Í mínu ungdæmi var möndlugrauturinn í hádeginu á aðfangadag. Sem er fínn tími. Allir taka hraustlega til matar síns og klára örugglega af diskunum í von um að finna möndluna. Hér er skotheld aðferð til að elda grautinn þannig að hann brennur ekki við og verður silkimjúkur. Einnig eru ráð hvernig á að afhýða möndlur fyrir grautinn, svona ef einhver hefur gleymt að kaupa afhýddar möndlur.

Avókadó hráterta – öndvegis terta

Avókadó hráterta. Í veislu á dögunum, Pálínuboði, var þessi öndvegis terta á borðum. Við linntum ekki látum fyrir en við fundum konuna sem útbjó hana og með ánægju deildi Hildur uppskriftinni. Þessi terta kemst á topp þrjú yfir bestu hrátertur sem ég hef smakkað, þær eru margar góðar. Ég sleppti því að frysta hana, heldur útbjóð ég hana kvöldinu áður en hún var snædd. Kannski er græni liturinn að blekkja okkur lítið eitt, maður er ekki vanur grænum tertum.... Hvet ykkur til að prófa þessa, þið sjáið ekki eftir því.