Skyrterta – sú besta af mörgu góðum

Skyrterta, Lu kex, vanilluskyr, jarðarber, kaffimeðlæti, fljótleg BESTA SKYRTERTAN einföld skyrterta Bergþór, Garðar Thór, Berta Dröfn og Halldór
Einföld og góð skyrterta. Lu-kex í botninum, skyr+rjómi ofan á

Skyrterta – heimsins besta skyrterta.

Hún er sáraeinföld, silkimjúk og rennur ljúflega niður. Botninn verður helst til of harður ef ekki er notuð olía saman við smjörið, því kakan þarf að fara beint úr ísskápnum á borðið. Þessi terta verður ekki næstum því eins góð ef þið hafið annað vanilluskyr en frá Kea – einfalt 🙂 Það er í lagi að nota 1/4 pela rjóma, en hitt er betra.

— SKYRTERTURKAFFIMEÐLÆTILU KEX — ÍSLENSKT

.

Skyrterta

1 pk Lu kex með kanil

100 g smjör

4 msk góð olía

1 tsk krydd (kanill, negull, allrahanda)

smá salt

1/2 l rjómi

1/2 l Kea vanilluskyr

1 tsk vanilla extract

(frosin) ber til skrauts

Bræðið smjörið við lágan hita, bætið olíunni útí. Myljið kexið smátt (annað hvort með höndunum eða matvinnsluvél), bætið smjörinu og kryddinu útí og blandið vel. Setjið í smelluform, þjappið vel og kælið. Þeytið rjómann, bætið skyrinu út í og vanillunni og hrærið stutta stund til viðbótar. Setjið rjómaskyrið yfir botninn og skreytið með berjum. Geymið í ísskáp í ca klst. þá er hún tilbúin.

— SKYRTERTURKAFFIMEÐLÆTI

.

Skyr terta
Bergþór, Garðar Thór, Berta Dröfn og Halldór.

.

— SKYRTERTURKAFFIMEÐLÆTILU KEX — ÍSLENSKT

— SKYRTERTA – SÚ BESTA AF MÖRGUM GÓÐUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrusapríkósumarmelaði

Marmelaði - DSC01767Marmelaði Ingveldar G. DSC01775

Sítrusapríkósumarmelaði. Útvarpskonunni ljúfu, Ingveldi G. Ólafsdóttur er margt til lista lagt og er vel þekkt fyrir að galdra fram veislumat úr svo að segja engu. Hún er afar nýtin á matarafganga eitthvað sem margir gætu tekið sér til fyrirmyndar. Frétti af bragðgóðu marmelaði hjá Ingveldi og hún tók ljúflega í beiðni mína um uppskriftina

Fyrri færsla
Næsta færsla