Döðlukonfekt – gott, gott

Döðlukonfekt, rice krispies. Karl Már Döðlur gott  döðlugott
Döðlukonfekt – gott, gott

Döðlukonfekt

Í veislu á dögunum smökkuðum við dágott döðlukonfekt, Karl Már útvegaði okkur uppskrift og útbjuggum gotteríið. Það mætti minnka smjörið og bæta við kókosolíu.  Svo er vert að hafa í huga að döðlur eru sætar. Það má auðveldlega minnka sykurmagnið verulega bæði hér og víðar. Við skulum leggjast á eitt um að minnka sykur í mat og forðast sætan tilbúinn mat – verum meðvituð.

KONFEKTDÖÐLUGOTT

.

Döðlukonfekt

500 g smjör

50 g púðursykur

2/3 tsk salt

700 g döðlur

6 bollar Rice Krispies

Bræðið smjör og púðursykur saman í potti á lægsta hita og hrærið í af og til.
Klippið döðlur með hreinum skærum á meðan í stóra skál. Hellið úr pottinum yfir þær og blandið vel. Þá er rísbrakinu hrært varlega saman við, en blandað vel. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu og sléttið vel með spaða. Kælið.

400 g gott dökkt súkkulaði brætt og sett yfir og kælt.

Skerið í litla bita.

.

KONFEKTDÖÐLUGOTT

— DÖÐLUKONFEKT —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Skóbót – syndsamlega góð terta

 

Skóbót - syndsamlega góð terta. Á Fasbók er hópur sem heitir Skemmtileg íslensk orð. Um daginn var spurt hvort fólk kannaðist við Skóbót sem nafn á púðursykursmarengs, en hún er alþekkt í Vestmannaeyjum. Margir könnuðust við hana, flestir úr Vestmannaeyjum og uppskriftir voru birtar. Við stóðumst ekki mátið og prófuðum Skóbótina. Hún hvarf svo eins og dögg fyrir sólu!

 

 

Allir geta dansað – líka Bergþór

Allir geta dansað. Ég man varla eftir öðrum eins viðbrögðum eins og við þáttunum Allir geta dansað. Ég held að þessi þáttaröð hafi hreinlega þjappað okkur Íslendingum saman í bjartsýni og gleði. Allir geta séð sjálfa sig í þeirra sporum, því að þau byrjuðum flest algerlega blaut á bak við eyrun, ég hef m.a.s. hitt karla sem nenna aldrei að horfa á dans og þola ekki raunveruleikaþætti, en þeir hreinlega límast við skjáinn.