Auglýsing
Döðlukonfekt, rice krispies. Karl Már Döðlur gott
Döðlukonfekt – gott, gott

Döðlukonfekt

Í veislu á dögunum smökkuðum við dágott döðlukonfekt, Karl Már útvegaði okkur uppskrift og útbjuggum gotteríið. Það mætti minnka smjörið og bæta við kókosolíu.  Svo er vert að hafa í huga að döðlur eru sætar. Það má auðveldlega minnka sykurmagnið verulega bæði hér og víðar. Við skulum leggjast á eitt um að minnka sykur í mat og forðast sætan tilbúinn mat – verum meðvituð.

KONFEKTDÖÐLUGOTT

Auglýsing

.

Döðlukonfekt

500 g smjör

50 g púðursykur

2/3 tsk salt

700 g döðlur

6 bollar Rice Krispies

Bræðið smjör og púðursykur saman í potti á lægsta hita og hrærið í af og til.
Klippið döðlur með hreinum skærum á meðan í stóra skál. Hellið úr pottinum yfir þær og blandið vel. Þá er rísbrakinu hrært varlega saman við, en blandað vel. Setjið bökunarpappír í ofnskúffu og sléttið vel með spaða. Kælið.

400 g gott dökkt súkkulaði brætt og sett yfir og kælt.

Skerið í litla bita.

.

KONFEKTDÖÐLUGOTT

— DÖÐLUKONFEKT —

.

1 athugasemd

Comments are closed.