Pastasalat

Pastasalat

Pastasalat

Í þetta salat má nota hvaða pastategund sem er eða blanda þeim saman eins og ég gerði. Pastasalatið getur bæði verið meðlæti eða stakur réttur borinn fram með hvítlauksbrauði. Þeir sem eiga ferska mintu nota hana frekar en þurrkaða. 

ÍTALÍAPASTASALÖT

.

Pastasalat

2-3 bollar pasta

6 tómatar

1/2 rauðlaukur

5 cm blaðlaukur (ca)

200 g mozzarellaostur – í pokum með vatni í

1 msk rauðvínsedik

1 dl góð olía

smá chili

svartar og grænar ólífur að vild

1 msk þurrkuð minta

grænmetiskraftur

salt og pipar

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Skolið. Setjið í skál, bætið við gróft skornum tómötum, söxuðum rauðlauk, blaðlauk og mozzarellaosti. Og því næst rauðvínediki, chili, ólífum, mintu, grænmetiskrafti, salti og pipar. Látið salatið standa í einn klukkutíma eða tvo við stofuhita áður en það er borið fram.

FLEIRI PASTARÉTTIR

ÍTALÍAPASTASALÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hreyfing, félagsleg þörf og næring

Hreyfing, félagsleg þörf og næring. Það að lifa góðum lífsstíl er val hvers og eins. Við getum valið það að fara í veislu til að njóta þess að hitta fólk og passa okkur að borða ekki óhóflega. Göngutúr getur bætt andlega líðan og verið góð næring hvort sem við veljum það að fara ein út eða með alla fjölskylduna. Það eru ótal gönguleiðir til hvar sem við erum á landinu. Njótum þess að skipuleggja skemmtilega göngur og samverustundir. Einfaldar lausnir eins og drekka nóg vatn, borða grænmeti og ávexti og hreyfa sig daglega, eins og hentar okkur best, í sundi, á hjóli, í líkamsræktarstöð o.s.frv., er góð byrjun á bættum lífsstíl.  

Hvernig bragðast maturinn? Er ekki allt í lagi hjá ykkur?

 

Hvernig bragðast maturinn? Er ekki allt í lagi hjá ykkur? Sumum virðist hafa verið kennt að koma sí og æ að borðinu til að spyrja: „Hvernig bragðast maturinn?“ Það virkar stundum eins og lærð kurteisi, en það er aldrei þægilegt. Gestirnir láta vita ef eitthvað er að og gefa merki ef vantar aðstoð, en þá er auðvitað mikilvægt að sjá til hliðar og líka með hnakkanum þegar gestur gefur bendingu.

Grillað lambalæri Kjartans

Hæg-grillað lambalæri er hreinasta afbragð. Gott er að taka lærið úr frosti nokkrum dögum áður og láta það þiðna í ísskáp, til að leyfa prótínunum að brotna svolítið niður. Best er að hafa kjöt (allt kjöt) við stofuhita þegar það er steikt. Kjartan Örn lætur lítið til sín taka í eldamennsku í eldhúsinu, en er þess fljótari að fara um eins og stormsveipur eftir matinn og taka til. Þegar komið er út á verönd, breytist hann aftur á móti í listakokk og grillar allt milli himins og jarðar. Þetta er nefnilega hans svæði, þótt frúin eigi eldhúsið.

Hvað eru margar hitaeiningar í borðvíni, freyðivíni og bjór?

Hvað eru margar hitaeiningar í borðvíni, freyðivíni og bjór? Fæstir velta fyrir sér hversu margar hitaeiningar eru í borðvíninu en segja má að áfengi sé hitaeiningaríkt orkuefni með lítið af næringarefnum. Fjöldi hitaeininga fer svolítið eftir vínþrúgum, vínber eru missæt eftir tegunum.