
Skyrterta – heimsins besta skyrterta.
Hún er sáraeinföld, silkimjúk og rennur ljúflega niður. Botninn verður helst til of harður ef ekki er notuð olía saman við smjörið, því kakan þarf að fara beint úr ísskápnum á borðið. Þessi terta verður ekki næstum því eins góð ef þið hafið annað vanilluskyr en frá Kea – einfalt 🙂 Það er í lagi að nota 1/4 pela rjóma, en hitt er betra.
— SKYRTERTUR — KAFFIMEÐLÆTI — LU KEX — ÍSLENSKT —
.
Skyrterta
1 pk Lu kex með kanil
100 g smjör
4 msk góð olía
1 tsk krydd (kanill, negull, allrahanda)
smá salt
1/2 l rjómi
1/2 l Kea vanilluskyr
1 tsk vanilla extract
(frosin) ber til skrauts
Bræðið smjörið við lágan hita, bætið olíunni útí. Myljið kexið smátt (annað hvort með höndunum eða matvinnsluvél), bætið smjörinu og kryddinu útí og blandið vel. Setjið í smelluform, þjappið vel og kælið. Þeytið rjómann, bætið skyrinu út í og vanillunni og hrærið stutta stund til viðbótar. Setjið rjómaskyrið yfir botninn og skreytið með berjum. Geymið í ísskáp í ca klst. þá er hún tilbúin.
— SKYRTERTUR — KAFFIMEÐLÆTI —

.
— SKYRTERTUR — KAFFIMEÐLÆTI — LU KEX — ÍSLENSKT —
— SKYRTERTA – SÚ BESTA AF MÖRGUM GÓÐUM —
.
Þetta er besta skyrterta sem fundin hefur verið upp ! Namm,namm,namm….
Ég var með vinkonur í heimsókn, en við vorum allar saman í húsó á Laugalandi í Eyjafirði árið 1900 og eitthvað,heheh….. allar voru sammála um að þessi skyrterta væri algert lostæti.
Takk fyrir góða uppskrift.
Gaman að heyra þetta 🙂 Gleðileg jól
Langar að prófa þessa en ég er ekki alveg að skilja þetta með kryddið 😊
Ertu að nota mismunandi krydd s.s 1 tsk af kanil eða allra handa eða negul eða er það 1 tsk af hverju og einu…já eða 1 tsk samanlagt af öllum kryddunum?
Með besta þakklæti fyrir allar girnilegu og góðu uppskriftinar þínar 😁
Já, eina tsk samanlagt 🙂 Gangi þér vel í bakstrinum 🙂
Er ekki í lagi að frysta þessa glæsiköku ? ( undirbúningur fyrir veislu)
Takk fyrir allar góðu uppskriftirnar og skemmtilegu og fræðandi skrifin.
Sjálfum finnst mér hvorki áferðin á skyri né rjóma góð eftir frystingu. Þó það sé í lagi að frysta tertuna mæli ég ekki með því
Comments are closed.