Skyrterta – sú besta af mörgu góðum

Skyrterta, Lu kex, vanilluskyr, jarðarber, kaffimeðlæti, fljótleg BESTA SKYRTERTAN einföld skyrterta Bergþór, Garðar Thór, Berta Dröfn og Halldór
Einföld og góð skyrterta. Lu-kex í botninum, skyr+rjómi ofan á

Skyrterta – heimsins besta skyrterta.

Hún er sáraeinföld, silkimjúk og rennur ljúflega niður. Botninn verður helst til of harður ef ekki er notuð olía saman við smjörið, því kakan þarf að fara beint úr ísskápnum á borðið. Þessi terta verður ekki næstum því eins góð ef þið hafið annað vanilluskyr en frá Kea – einfalt 🙂 Það er í lagi að nota 1/4 pela rjóma, en hitt er betra.

— SKYRTERTURKAFFIMEÐLÆTILU KEX — ÍSLENSKT

.

Skyrterta

1 pk Lu kex með kanil

100 g smjör

4 msk góð olía

1 tsk krydd (kanill, negull, allrahanda)

smá salt

1/2 l rjómi

1/2 l Kea vanilluskyr

1 tsk vanilla extract

(frosin) ber til skrauts

Bræðið smjörið við lágan hita, bætið olíunni útí. Myljið kexið smátt (annað hvort með höndunum eða matvinnsluvél), bætið smjörinu og kryddinu útí og blandið vel. Setjið í smelluform, þjappið vel og kælið. Þeytið rjómann, bætið skyrinu út í og vanillunni og hrærið stutta stund til viðbótar. Setjið rjómaskyrið yfir botninn og skreytið með berjum. Geymið í ísskáp í ca klst. þá er hún tilbúin.

— SKYRTERTURKAFFIMEÐLÆTI

Skyr terta
Bergþór, Garðar Thór, Berta Dröfn og Halldór.

.

— SKYRTERTURKAFFIMEÐLÆTILU KEX — ÍSLENSKT

— SKYRTERTA – SÚ BESTA AF MÖRGUM GÓÐUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla