Skyrterta – sú besta af mörgu góðum

Skyrterta, Lu kex, vanilluskyr, jarðarber, kaffimeðlæti, fljótleg BESTA SKYRTERTAN einföld skyrterta Bergþór, Garðar Thór, Berta Dröfn og Halldór
Einföld og góð skyrterta. Lu-kex í botninum, skyr+rjómi ofan á

Skyrterta – heimsins besta skyrterta.

Hún er sáraeinföld, silkimjúk og rennur ljúflega niður. Botninn verður helst til of harður ef ekki er notuð olía saman við smjörið, því kakan þarf að fara beint úr ísskápnum á borðið. Þessi terta verður ekki næstum því eins góð ef þið hafið annað vanilluskyr en frá Kea – einfalt 🙂 Það er í lagi að nota 1/4 pela rjóma, en hitt er betra.

— SKYRTERTURKAFFIMEÐLÆTILU KEX — ÍSLENSKT

.

Skyrterta

1 pk Lu kex með kanil

100 g smjör

4 msk góð olía

1 tsk krydd (kanill, negull, allrahanda)

smá salt

1/2 l rjómi

1/2 l Kea vanilluskyr

1 tsk vanilla extract

(frosin) ber til skrauts

Bræðið smjörið við lágan hita, bætið olíunni útí. Myljið kexið smátt (annað hvort með höndunum eða matvinnsluvél), bætið smjörinu og kryddinu útí og blandið vel. Setjið í smelluform, þjappið vel og kælið. Þeytið rjómann, bætið skyrinu út í og vanillunni og hrærið stutta stund til viðbótar. Setjið rjómaskyrið yfir botninn og skreytið með berjum. Geymið í ísskáp í ca klst. þá er hún tilbúin.

— SKYRTERTURKAFFIMEÐLÆTI

.

Skyr terta
Bergþór, Garðar Thór, Berta Dröfn og Halldór.

.

— SKYRTERTURKAFFIMEÐLÆTILU KEX — ÍSLENSKT

— SKYRTERTA – SÚ BESTA AF MÖRGUM GÓÐUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Snyrtimennskufyrirlestur

Snyrtimennskufyrirlestur. Fékk þá ögrandi áskorun að tala um snyrtimennsku við Round Table pilta. Farið var mjög vítt um snyrtimennsku auk þess spjallað um kurteisi, borðsiði, mannasiði og fleira. Þó snyrtimennska sé mun meiri en var á árum áður, þá er eitt og annað sem þarf að ræða reglulega og ýmislegt breytist með árunum. Eðlilega vakna ýmsar spurningar hjá jafn líflegum hópi: Finnst okkur í lagi að Þjóðverjar snýti sér við matarborðið? Hversu lengi á handaband að standa? Eiga karlmenn að fara í hand- og fótsnyrtingu? Er í lagi að bora í nefið í bílnum? Kyssum við á kynnina við fyrstu kynni? Svo var talað um skóburstun, andremmu, óhreina sokka, hálstau, fatnað, táfýlu, aðferðir til að bæta hjónalífið og líkamshár svo eitthvað sé nefnt. Einstaklega líflegur hópur og líflegar umræður.

Hótel Húsafell – þjóðlegur og alþjóðlegur veitingastaður í toppklassa

Hótel Húsafell Hótel Húsafell

Hótel Húsafell. Í senn þjóðlegur og alþjóðlegur veitingastaður í toppklassa, enda fær hann eina hæstu einkunn sem íslenskur staður fær á Trip Advisor.  Í notalegum veitingasalnum fengum við sex rétta sælkeraveislumáltíð sem hefði getað sómt sér á hvaða glæsiveitingastað heimsins. Fallegir og ólíkir matardiskar glöddu augað. Aðal atriðið og það sem toppar allt er maturinn. Sambland af alþjóðlegum veitingum en samt er svo stutt í íslenska tengingu.

Ávaxtakaka með kanil og súkkulaði

Ávaxtakaka með kanil og súkkulaði.  Þessi kaka er full af ávöxtum og hollustu. Næst þegar ég baka hana geri ég ráð fyrir að kakan verði bökuð í tveimur jólakökuformum - held það komi betur út. Ef fólk vill má alveg minnka það sem er ofan á.

Fyrri færsla
Næsta færsla