Indverskur kjúklingur

Indverskur kjúklingur mangó chutney lime indland kjúlli góður kjúklingaréttur
Indverskur kjúklingur

Indverskur kjúklingur

Indverskur matur er bragðgóður og spennandi. Hér eru nokkrir veitingastaðir sem bjóða upp á indverskan mat, meðal þeirra er Shalimar í Austurstræti. Staður sem lætur lítið yfir sér, er heimilislegur og með góðan mat. Þá hefur Yesmine Olsson sýnt okkur í sjónvarpinu að indversk matreiðsla er ekki flókin og matreiðslubækur hennar eru afar vandaðar.

INDLAND

.

Indverskur kjúklingur

6 kjúklingalæri

2 dl mangó chutney

6-8 cm blaðlaukur, saxaður

3-4 hvítlauksrif, saxað

3 cm engifer, saxað

1 dl ferskt saxað kóriander

góður slatti ferskt spínat – saxað

1 gulrót, rifin

3 msk góð olía

1 msk edik

safi úr 1/2 lime

salt og pipar

Úrbeinið kjúklingalærin. Blandið saman í stórri skál mangó chutney, blaðlauk, hvítlauk, engifer, kóriander, spínati, gulrót, olíu, ediki, limesafa, salti og pipar. Bætið kjúklingalærunum saman við og blandið vel saman. Látið standa við stofuhita í 20-30 mín. Raðið lærunum (og öllu gumsinu með) í eldfast form og steikið í ofni við 175° í um 40-45 mín. Eða þangað til kjötið er gegnum steikt.

Berið fram t.d. með tómatasalati

Indverskur kjúklingur

INDLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Karamelluterta með rifsberjum

Karamelluterta með rifsberjum. Norðfirðingurinn Guðrún Kristín Einarsdóttir sem flestir þekkja sem Gunnu Stínu, bauð okkur Bergþóri í kaffi í dag. Við skelltum okkur í sund áður og mættum banhungraðir í sunnudagskaffið. Dásamlega notalegt :)

SaveSave

SaveSave

NOSTRA – beint á topp fimm yfir bestu veitingastaði í borginni

Allt til fyrirmyndar á Nostra. Glæsilegt og notalegt umhverfi.  Ógleymanlegt ferðalag um geima bragðtegundanna. Gætt er að heildarupplifun, tímasetningum, allt útpælt. Nostra fer beint á topp fimm yfir bestu veitingastaði í Reykjavík

Punjab karrí lamb

Punjab karrí lamb. Bergþór tók áskorun, hann er á áskorunartímabili (og er bókstaflega til í allt), og útbjó indverskan karrýlambarétt. Ótrúlega góður matur og kjötið rann af beinunum svo meyrt var það og vel eldað. „Í London fór ég í fyrsta skipti á indverskan veitingastað. Ég man að ég svitnaði talsvert og borgaði meira fyrir vatnið en matinn. Þessi réttur er ekki ýkja sterkur, en um að gera að gluða engifer, hvítlauk og ferskum chili í viðbót, ef maður vill láta rífa verulega í."

Fyrri færsla
Næsta færsla