Sumarsalat

Sumarsalat grænmeti tómatar gulrætur grillmatur
Sumarsalat

Sumarsalat

Nú eru komnir safamiklir tómatar í búðir, þá er upplagt að nota í sumarsalöt. Salat eins og þetta getur auðveldlega staðið sem sér réttur. Hentar vel fyrir þá sem þurfa að komast í sumarfötin…. Uppistaðan í þessu salati eru tómatar, rauðlaukur, maísbaunir(sem pabbi kallar hænsnafóður), paprika og ferskt kóriander.

Dressingin er ca svona:

1 dl góð olía

1 tsk teriaki sósa

1 msk ferskur sítrónusafi

1 tsk sterkt sinnep

1 msk ferskur appelsínusafi

2 msk vatn

smá salt og pipar

Hristið saman og hellið yfir salatið skömmu áður en það er borið fram.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bankabyggsalat með pestói og sólþurrkuðum tómötum

Bankabyggsalat. Það er gráupplagt að nota bankabygg í salat. Sólrún riggaði upp fjölbreyttu hlaðborði um daginn, þar var m.a. boðið upp á þetta undursamlega góða salat. Eins og oft áður hjá henni átum við yfir okkur....
Fyrri færsla
Næsta færsla