Auglýsing
Indverskur kjúklingur mangó chutney lime indland kjúlli góður kjúklingaréttur
Indverskur kjúklingur

Indverskur kjúklingur

Indverskur matur er bragðgóður og spennandi. Hér eru nokkrir veitingastaðir sem bjóða upp á indverskan mat, meðal þeirra er Shalimar í Austurstræti. Staður sem lætur lítið yfir sér, er heimilislegur og með góðan mat. Þá hefur Yesmine Olsson sýnt okkur í sjónvarpinu að indversk matreiðsla er ekki flókin og matreiðslubækur hennar eru afar vandaðar.

INDLAND

.

Indverskur kjúklingur

6 kjúklingalæri

2 dl mangó chutney

6-8 cm blaðlaukur, saxaður

3-4 hvítlauksrif, saxað

3 cm engifer, saxað

1 dl ferskt saxað kóriander

góður slatti ferskt spínat – saxað

1 gulrót, rifin

3 msk góð olía

1 msk edik

safi úr 1/2 lime

salt og pipar

Úrbeinið kjúklingalærin. Blandið saman í stórri skál mangó chutney, blaðlauk, hvítlauk, engifer, kóriander, spínati, gulrót, olíu, ediki, limesafa, salti og pipar. Bætið kjúklingalærunum saman við og blandið vel saman. Látið standa við stofuhita í 20-30 mín. Raðið lærunum (og öllu gumsinu með) í eldfast form og steikið í ofni við 175° í um 40-45 mín. Eða þangað til kjötið er gegnum steikt.

Berið fram t.d. með tómatasalati

Indverskur kjúklingur

INDLAND

.

Auglýsing