Fíflasmákökur

FÍFILL KNÚBBUR Fíflasmákökur túnfíflar fíflar smákökur kaffimeðlæti haframjöl fíflablóm
Fíflasmákökur

Fíflasmákökur

Það er gaman að prófa sig áfram í eldhúsinu, ég sá á netinu hafrasmákökur með fíflablómum í. Já! hljómar framandi í fyrstu en hver segir að smákökur tengist bara jólunum. Nýtum okkur túnfíflana á meðan þeir eru.

TÚNFÍFLARÍSLENSKT

.

Fíflasmákökur

1 b haframjöl

1 b hveiti

1/2 b góð olía

3/4 b hunang

2 egg

1 tsk vanilllu extract

1 tsk salt

1 b fíflablóm (aðeins guli hlutinn)

Blandið saman með sleif haframjöli, hveiti, olíu, hunangi, eggjum, vanillu og salti. Bætið út í gula hlutanum af fíflablómunum. Setjið á bökunarpappír með teskeið og bakið í 15-20 mín við 185° í 10-15 mín.

Smákökudeig Fíflasmákökur
Túnfíflasmákökudeigið
Fiflar Fíflasmákökur túnfíflar túnfífill
Túnfíflar

.

— FÍFLASMÁKÖKUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Búrið – ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti

Búrið - ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti. Góðir alvöru ostar eru alveg ótrúlega góðir. Á Grandanum í Reykjavík rekur Eirný dásamlega búð sem ég fer reglulega í og missi mig. Það er engu líkara en ég sogist út á Grandann og endi með fullt fangið af ostum og fleiru. Ekki nóg með ostana sem þar eru, einnig má fá þar allsskonar sælkeravörur og svo er líka ostaskóli. Við fórum í Ostaskóla Búrsins og komumst að því að við vissum afar lítið fyrir en öllu meira eftir námskeiðið.

Hér er heimasíða Búrsins, sem þið megið bæði læka og deila - áður en þið farið í búðina ;)

Sælkeraskúffa – sælkeraskúffa

Sælkeraskúffa. Hef lengi verið talsmaður þess að fólk minnki sykur í uppskriftum. Bæði er það að við eigum að vera meðvituð um óhollustu sykurs og líka að margt það hráefni sem notað er inniheldur sykur og þurrkaðir ávextir eru fínn sætugjafi. Þá er æskilegt að draga niður sætustuðul þjóðarinnar.  Sætindi með kaffinu, eins og uppskriftin er að hér að neðan, bragðast betur ef eitthvað er þó sykurinn fljóti ekki út um eyru og nef.....

Tómatsalat með chili og kóriander – Dásamlega unaðslega gott salat

Tomatasalat

Tómatsalat með chili og kóriander. Dásamlega unaðslega gott salat. Nú flæða fagurrauðir bragðgóðir íslenskir tómatar á markaðinn. Tómatar eru bráðhollir. Læknir sagði mér að lægsta hlutfall blöðruhálskirtilstilvika á vesturlöndum væri á Ítalíu og Grikklandi og miklu tómataáti væri þakkað. Borðum góða íslenska tómata.