
Arfapestó!
Það er ekki að ástæðulausu sem fólk segir að eitthvað vaxi eins og arfi, hann vex mjög vel. Ég hvet fólk til að rækta arfa, bæði sumar og vetur. Í allan vetur hef ég verið með arfa í potti í eldhússglugganum og núna rækta er hann líka á svölunum. Þið sem eruð með stóran pall ættuð að fá ykkur stóran blómapott og hefja þar arfaræktun – passið að klippa blómin af svo fræin fjúki ekki í beðin…. Svo má líka semja við bændur, þar vex arfinn víða í bústnum breiðum á skítahaugum. Haugarfa má nota t.d. í bökur og salöt og í arfapestó.
Hættum að blóta haugarfa, tökum hann í sátt og nýtum. Arfa má einnig nota í bústið, í salöt og í bökur.
.
.

Arfapestó
3-4 rif hvítlaukur
3 msk furuhnetur
1 msk sólblómafræ
3 b haugarfi
1 b basilíka
1/2 b ólífuolía
1msk sítrónusafi
1/2 b Parmasan ostur, saxaður gróft
salt og pipar.
Skolið arfann og basilíkuna. Setjið allt í matvinnsluvélina og maukið vel.
.
.