Banana- og valhnetubrauð

 

Banana- og valhnetubrauð Banana- og valhnetubrauð bananar valhnetur hnetur kaffibrauð með kaffinu
Banana- og valhnetubrauð

Banana- og valhnetubrauð

Með morgunkaffinu var boðið uppá banana- og valhnetubrauð, en uppskriftina fann ég á vafri mínu um netið. Í upphaflegu uppskriftinni er Five spice powder, þar sem það er ekki til í mínum kryddhillum þá notaði ég allrahanda. Mjög gott brauð.

Banana- og valhnetubrauð

2 b heilhveiti

1 tsk matarsódi

3/4 b púðursykur

1 tsk kanill

1/4 b góð olía

4 vel þroskaðir bananar

1/2 b soyamjólk

1 tsk edik

1 b valhnetur, saxaðar

1 tsk allrahanda

3/4 tsk salt

Stappið bananana með gaffli og setjið í skál. Bætið öllu saman við og hrærið vel saman. Smyrjið vel jólakökuform og setjið deigið í. Bakið við 175° í um klst.

banana-ogvalhnetubrauð

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kaffitár í Perlunni

Kaffitár í Perlunni. Efstu hæð Perlunnar hefur verið breytt verulega. Öðru megin er veitingastaðurinn Út í bláinn og hinu megin kaffihús Kaffitárs. Staðsetningin er hin besta og útsýnið gerist ekki betra. Við förum þarna reglulega. Núna vorum við að koma úr Perlunni, fórum þangað með tengdó og barnabörnin. Fengum okkur kaffi og með því. Þarna er rúmgott, bjart, skemmtilega lifandi erill og í alla staði notalegt. Við fengum að vita að allar kökur og allt kaffimeðlæti er bakað hjá Kaffitári, þar er meira að segja croissantið er gert frá grunni - gaman að segja frá því. Svo gleðst ég alltaf þegar gert er ráð fyrir grænmetisætum, veganistum og fólki sem illa þolir glútein.

Grænmetissúpa Magneu Tómasdóttur

 

Grænmetissúpa Magneu. Á meðan ég skrifaði í Gestgjafann varð til þáttur í blaðinu sem kallaðist: Óperusöngvari eldar! (eins og það sé einhver stórfrétt að þeir eldi). Magnea Tómasdóttir eldaði grænmetisrétti í eitt af haustblöðunum. Í greininni kemur fram að hún hafi slegið í gegn í óperunni Hollendingnum fljúgandi og staðið sig með prýði í alþjóðlegri keppni Wagner-söngvara í Þýskalandi. Meðal þess sem Magnea eldaði fyrir blaðið var þessi dásamlega súpa.