Auglýsing

 

Banana- og valhnetubrauð Banana- og valhnetubrauð bananar valhnetur hnetur kaffibrauð með kaffinu
Banana- og valhnetubrauð

Banana- og valhnetubrauð

Með morgunkaffinu var boðið uppá banana- og valhnetubrauð, en uppskriftina fann ég á vafri mínu um netið. Í upphaflegu uppskriftinni er Five spice powder, þar sem það er ekki til í mínum kryddhillum þá notaði ég allrahanda. Mjög gott brauð.

Banana- og valhnetubrauð

2 b heilhveiti

1 tsk matarsódi

3/4 b púðursykur

1 tsk kanill

1/4 b góð olía

4 vel þroskaðir bananar

1/2 b soyamjólk

1 tsk edik

1 b valhnetur, saxaðar

1 tsk allrahanda

3/4 tsk salt

Stappið bananana með gaffli og setjið í skál. Bætið öllu saman við og hrærið vel saman. Smyrjið vel jólakökuform og setjið deigið í. Bakið við 175° í um klst.

banana-ogvalhnetubrauð

Auglýsing

1 athugasemd

Comments are closed.