Fiskur undir kókosþaki

Fiskur undir kókosþaki kókosmjöl fiskur í ofni ofnbakaður fiskur einfaldur fiskréttur
Fiskur undir kókosþaki

Fiskur undir kókosþaki

Það er gaman að finna uppskriftir með því að slá inn í google það hráefni sem til er í ísskápnum eða þá það sem mann langar í. Hið seinna gerði ég. Þannig fann ég þessa uppskrift. Í upphaflegu uppskriftinni er makríll en í fiskbúðinni keypti ég hlýraflak.

FISKURFISKUR Í OFNI KÓKOSMJÖL

.

Fiskur undir kókosþaki

1 fiskflak

1 laukur fínt saxaður

1 dl góð olía

2-3 hvítlauksrif, söxuð

ferskt kóriander, saxað

1/3 tsk chili

1/2 tsk garam masala

1 tsk túrmerik

1-2 cm engifer, smátt saxað

safi úr hálfri sítrónu

1 bolli kókosmjöl

Setjið fiskflakið í eldfast form. Steikið laukinn í olíunni, bætið út í hvítlauk, kóriander, chili garam masala, túrmerik, engifer, sítrónusafa og látið malla smá stund. Bætið við kókosmjöli í lokin. Hellið af pönnunni yfir fiskinn og eldið í heitum ofni í um 20 mín.

FISKURFISKUR Í OFNI KÓKOSMJÖL

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Margrét Jóns í Mundo – magnaður eldhugi

Margrét Jónsdóttir Njarðvík - magnaður eldhugi.  Fyrir tveimur árum gengum við í kringum Mont Blanc á vegum Ferðaskrifstofunnar Mundo. Ferðin tók tvær vikur og var hin skemmtilegasta í alla staði. Margrét Jónsdóttir Njarðvík er eigandi Mundo en eftir 25 ára í akademíunni bjó hún til vinnu utan um sig þar sem styrkleikar hennar og áhugamál njóta sín. Þannig innihalda allar ferðir Mundo menntun, skemmtun, menningu og þjálfun. Fjölmargir hafa farið Jakobsveginn á hennar vegum og ungmennasumarbúðir á Spáni njóta vaxandi vinsælda. Nema hvað, hún hélt matarboð fyrir vini sína og ættingja. Maturinn í veislunni tengist þremur löndum, löndum sem Margrét ætlar að ferðast til á árinu með fólk á vegum Mundo.

Svo er nú gaman að segja frá því að við Svanhvít verðum fararstjórar á vegum Mundo í matarferð til Brussel í haust :) en Brussel hefur algerlega stolið senunni frá París í þeim efnum

Skálað eftir skemmtilegan vetur með Betu næringarfræðingi

Frá því í haust hef ég hitt Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðing reglulega. Hún hefur skoðað mataræði mitt og saman gerðum við ýmsar matartengdar tilraunir með góðum árangri. Matardagbókin var byrjunin, síðan birtist hér samantekt. Það leið ekki á löngu þangað til við vorum fengin til að halda fyrirlestra og segja frá. Eftir marga fyrirlestra um allt land þá var sá síðasti í vetur í Reykjavík í kvöld. Njótum sumarsins, grillum, borðum meira grænmeti og njótum lífsins. Takk fyrir okkur og við sjáumst hress í fyrirlestrum næsta vetur.

Fyrri færsla
Næsta færsla