Fiskur undir kókosþaki
Það er gaman að finna uppskriftir með því að slá inn í google það hráefni sem til er í ísskápnum eða þá það sem mann langar í. Hið seinna gerði ég. Þannig fann ég þessa uppskrift. Í upphaflegu uppskriftinni er makríll en í fiskbúðinni keypti ég hlýraflak.
— FISKUR — FISKUR Í OFNI — KÓKOSMJÖL —
.
Fiskur undir kókosþaki
1 fiskflak
1 laukur fínt saxaður
1 dl góð olía
2-3 hvítlauksrif, söxuð
ferskt kóriander, saxað
1/3 tsk chili
1/2 tsk garam masala
1 tsk túrmerik
1-2 cm engifer, smátt saxað
safi úr hálfri sítrónu
1 bolli kókosmjöl
Setjið fiskflakið í eldfast form. Steikið laukinn í olíunni, bætið út í hvítlauk, kóriander, chili garam masala, túrmerik, engifer, sítrónusafa og látið malla smá stund. Bætið við kókosmjöli í lokin. Hellið af pönnunni yfir fiskinn og eldið í heitum ofni í um 20 mín.
— FISKUR — FISKUR Í OFNI — KÓKOSMJÖL —
.