Auglýsing
Döðlukaka með heitri karamellusósu karamellusósa þorláksmessa KARAMELLA heit sósa eftirréttur terta með kaffinu döðlur
Döðlukaka með heitri karamellusósu

Döðlukaka með heitri karamellusósu

„Þessi kaka er alltaf mjög vinsæl hér á heimilinu og ég geri hana mjög gjarnan hvort sem er í kaffiboði eða sem eftirrétt. Í mörg ár hef ég boðið upp á hana á Þorláksmessu fyrir gesti og gangandi“, segir Sigríður Júlía á Hjarðardal Ytri í Önundafirði er við vorum þar í mikilli veislu.

.

DÖÐLUTERTURÖNUNDARFJÖRÐURKARAMELLUÞORLÁKSMESSA

.

Döðlukaka með heitri karamellusósu

Kakan:
235 g döðlur
1 tsk matarsódi
120 g mjúkt smjör
5 msk sykur
2 egg
3 dl hveiti
½ tsk salt
½ tsk vanilludropar
1 og 1/3 tsk lyftiduft

Setjið döðlur í pott og látið vatn fljóta yfir. Látið suðuna koma upp, slökkvið á hitanum og látið döðlumaukið bíða í pottinum í 3 mín. Bætið matarsódanum saman við. Þeytið smjör og sykur vel saman og bætið eggjunum í, einu í senn. Blandið síðan hveitinu, saltinu og vanilludropunum saman við. Bætið lyftiduftinu út í, ásamt ¼ bolla af döðlumaukinu og hrærið varlega í. Blandið að lokum afganginum af döðlumaukinu út í. Smyrjið u.þ.b. 8 cm hátt lausbotna form, sem er 24 cm í þvermál, vel með smjöri og setjið deigið í það. Hitið ofninn í 180°C og bakið í 30 – 40 mínútur eða þar til miðjan er bökuð. Hvolfið kökunni á tertudisk og berið hana fram volga eða kalda með sósunni og léttþeyttum rjóma. Einnig má skreyta kökuna með döðlum, jarðarberjum eða valhnetum.

Karamellusósan:
120 g smjör
115 g púðursykur
½ tsk vanilludropar
¼ bolli rjómi

Setjið allt hráefnið saman í pott og látið suðuna koma upp.

Döðlukaka með heitri karamellusósu

.

DÖÐLUTERTURÖNUNDARFJÖRÐURKARAMELLUÞORLÁKSMESSA

— DÖÐLUKAKA MEÐ HEITRI KARAMELLUSÓSU —

.

Auglýsing