Skessuskot – stríðsterta

Skessuskot – stríðsterta Jóna Björg jónsdóttir steinunn björg Elísdóttir NÓA KROPP eygló Aðalsteinsdóttir dagný Elísdóttir elsa sigrún elísdóttir Berglind ósk Agnarsdóttir Begga Agnars guðný elísdóttir Skessuskot – stríðsterta, terta, saumaklúbbur, Elsa Sigrún, Fáskrúðsfjörður, franskir dagar, blað franskra daga
Skessuskot – stríðsterta

Skessuskot

Elsa Sigrún frænka mín bakað þessa tertu þegar saumaklúbburinn hennar útbjó HLAÐBORÐ fyrir blað Franskra daga. Ætli þessi terta geti ekki flokkast sem stríðsterta?

— SAUMAKLÚBBURTERTUR — NÓA KROPP — FRANSKIR DAGARFÁSKRÚÐSFJÖRÐURMARENGSRICE KRISPIESSKESSU…

.

Skessuskot

Botnar:

4 eggjahvítur

100 g sykur

50 g púðursykur

1 tsk. lyftiduft

2 bollar Rice crispies

Stífþeytið eggjahvítur og sykur. Blandið lyftidufti og rice crispies saman við en passið að hræra ekki mikið eftir að allt hráefnið er komið í skálina. Setjið í tvö form og bakið við 160°c í 45 mín.

Krem:
4 eggjarauður
60 g flórsykur
50 g smjör
150 g súkkulaði
½ dl Amarulla líkjör

Þeytið saman eggjarauður og flórsykur þar til blandan er ljósgulleit og loftkennd. Bræðið saman smjör og súkkulaði og blandið saman við eggjarauðurnar. Að lokum er Amarulla bætt útí og hrært vel.

Á milli:

300 ml þeyttur rjómi. Jarðarber, vínber, bláber, Nóa kropp

Samsetning:
Setjið annan botninn á disk og smyrjið ca ¾ af kreminu ofan á botninn. Setjið þeyttan rjóma ásamt niðurbrytjuðum berjum þar ofaná og lokið með hinum botninum. Látið afganginn af kreminu drjúpa yfir kökuna og skreytið með Nóa kroppi og ávöxtum.

🌹
Skessuskot – stríðsterta Jóna Björg steinunn eygló dagný elsa Berglind guðný elísdóttir
Jóna, Steinunn, Eygló, Dagný, Elsa, Berglind og Guðný

.

— SAUMAKLÚBBURTERTUR — NÓA KROPP — FRANSKIR DAGARFÁSKRÚÐSFJÖRÐURMARENGSRICE KRISPIESSKESSU…

Skessuskot

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Don Giovanni terta

Don Giovanni terta

Don Giovanni terta. Ætli megi ekki segja að Margrét Eggertsdóttir söngkona hafi verið ókrýnd tertudrottning Íslands á sinni tíð. Margrét notaði uppskriftir lítið, enda með hafsjó af reynslu og upplýsingum í kollinum. Margir föluðust eftir uppskriftum, en með bros á vör bauðst hún gjarnan til að koma frekar með tertur í veisluna, enda væri lítið mál að gera þetta „með vinstri hendina út um gluggann“, en glens og góðlátlegur húmor var aldrei langt undan þegar Margrét var annars vegar.