Tímarit Franskra daga – Franskir dagar á Fáskrúðsfirði

BLAÐ franskra daga blöð franskra daga Tímarit Franskra daga – Franskir dagar á Fáskrúðsfirði Franskir dagar, bjarki þór óskarsson Fáskrúðsfjörður, Blað Franskra daga, tímarit, Albert Eiríksson ritstjóri blöð franskra daga bæjarhátíð elsta bæjarhátíð íslenskt ísland frakkland
Forsíður blaðs Franskra daga

Tímarit Franskra daga

Bæjarhátíðir á landsbyggðinni eru frábærar samkundur. Bæjarbúar leggjast á árar og taka til, mála og fegra áður en gestum, sem að stærstum hluta eru brottfluttir, er boðið í bæinn. Á Fáskrúðsfirði er ein elsta hátíðin: Franskir dagar. Mesta vinnan við bæjarhátíðir í minni bæjum er unnin í sjálfboðavinnu, fólk leggur á sig ómælda vinnu og hefur gaman af.

Frá 2008 – 2016 ritstýrði ég blaði Franskra daga.  Það var gefandi að taka þátt í að skrá söguna með þessu móti. Í hverju blaði var viðtal við eldri Fáskrúðsfirðinga sem rifjuðu upp fjölmargt áhugavert og vörpuðu þannig ljósi á söguna. Svo voru auðvitað uppskriftir, saumaklúbbar heimsóttir og ýmiskonar fróðleikur. Eitthvað af þessum uppskriftum hafa birst hér á blogginu.

Blöðin má öll nálgast á Tímarit.is. Einnig má smella á hvert ár hér að neðan og þá birtast blöðin:

2008, 2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014, 2015 og 2016

— FÁSKRÚÐSFJÖRÐURBLÖÐ FRANSKRA DAGAFRANSKIR DAGAR

Oft er ég spurður hvar sé hægt að nálgast blöðin, þið megið gjarnan deila slóðinni til Fáskrúðsfirðinga hvar sem þeir eru í heiminum 🙂

🇮🇸 🇫🇷

— TÍMARIT FRANSKRA DAGA —

🇮🇸 🇫🇷

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.