Kúrbítsrúllur með kasjúhnetu/rauðrófu/ fyllingu

Kúrbítsrúllur með kasjúhnetu/rauðrófu/ fyllingu kúrbítur kasjúhnetur rauðrófur hráfæði raw food
Kúrbítsrúllur með kasjúhnetu/rauðrófu/ fyllingu

Kúrbítsrúllur með kasjúhnetu/rauðrófu/ fyllingu. Innarlega í Eyjafirðinum er veitingastaðurinn Silva. Þar er einstaklega góður matur og fallegt umhverfi. Þar fengum við kúrbútsrúllur og emjuðum af ánægju. Kristín eigandi staðarins gaf mér góðfúslega uppskriftina til að birta hér

Kúrbítsrúllur með kasjúhnetu/rauðrófu/ fyllingu

Fylling:

1bolli kasjúnhnetur

1/4 bolli rauðrófusafi

1 msk sítrónusafi

1/2 tsk salt

1 tsk agave

Aðferð: Allt maukað vel í matvinnsluvél þar til það er orðið silkimjúkt.

 

2-3 kúrbítar(eftir því hvað þeir eru stórir) sneiddir niður  með mandólíni eða beittum ostskera.

Sneiðarnar lagðar í marineringuna.

Marinering:

1 dl ólífuolía

¼ dl sesamolía

1 tsk nýmalaður svartur pipar

Aðferð: öllu blandað vel saman með gaffli eða písk.

Á milli:

Rauðir/appelsínugulir paprikustrimlar

Dillgrein

Klettasalatblað

 

Samsetning:

Kúrbítsrenningur lagður niður

1 msk. fylling sett ofan á (meira ef kúrbíturinn er mjög stór)

1 paprikustrimill

1 dillgrein

1 klettasalatblað

Kúrbítnum rúllað upp og festur aftur með kokteilpinna.

Fallegt að strá svörtum sesamfræjum yfir ásamt smávegis af næringargeri.

Bogi, Helga, Albert og Bergþór

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sykurbrúnaðar kartöflur

Sykurbrúnaðar kartöflur

Sykurbrúnaðar kartöflur. Við sem erum alin upp við að sjá mæður okkar brúna kartöflur fumlaust með sunnudagssteikinni og/eða jólamatnum höldum sum að það sé mikill vandi að brúna blessuð jarðeplin.

Bráðskemmtilegt matarboð í Brussel

Bráðskemmtilegt matarboð í Brussel. Það var vor í lofti í Brussel um páskana, gróðurinn farinn að lifna við, fuglarnir í óða önn að undirbúa hreiðrin með tilheyrandi kórsöng og brúnin létt á mannfólkinu mót hækkandi sól.

Þórunn Björnsdóttir og Helga Jónsdóttir búa og starfa í Brussel. Þær eru höfðingjar heim að sækja, glaðværð og glæsileiki haldast í hendur hjá þeim. Ég gaukaði því að Þórunni hvort hún vildi útbúa eins og einn rétt fyrir bloggið - úr varð þetta bráðskemmtilega matarboð þar sem hver rétturinn var öðrum betri.

Rabarbara- og eplabaka

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Rabarbara- og eplabaka. Endilega nýtum rabarbarann eins og við getum, það má sulta, gera grauta, baka úr honum (t.d. rabarbarapæ) og ég veit ekki hvað og hvað. Sjálfur frysti ég aldrei rabarbara, mér finnst hann vera afurð sumarsins - hann missir svolítið sjarmann eftir frystinguna.

SaveSave

SaveSaveSaveSave

Fyrri færsla
Næsta færsla