Kúrbítsrúllur með kasjúhnetu/rauðrófu/ fyllingu. Innarlega í Eyjafirðinum er veitingastaðurinn Silva. Þar er einstaklega góður matur og fallegt umhverfi. Þar fengum við kúrbútsrúllur og emjuðum af ánægju. Kristín eigandi staðarins gaf mér góðfúslega uppskriftina til að birta hér
Kúrbítsrúllur með kasjúhnetu/rauðrófu/ fyllingu
Fylling:
1bolli kasjúnhnetur
1/4 bolli rauðrófusafi
1 msk sítrónusafi
1/2 tsk salt
1 tsk agave
Aðferð: Allt maukað vel í matvinnsluvél þar til það er orðið silkimjúkt.
2-3 kúrbítar(eftir því hvað þeir eru stórir) sneiddir niður með mandólíni eða beittum ostskera.
Sneiðarnar lagðar í marineringuna.
Marinering:
1 dl ólífuolía
¼ dl sesamolía
1 tsk nýmalaður svartur pipar
Aðferð: öllu blandað vel saman með gaffli eða písk.
Á milli:
Rauðir/appelsínugulir paprikustrimlar
Dillgrein
Klettasalatblað
Samsetning:
Kúrbítsrenningur lagður niður
1 msk. fylling sett ofan á (meira ef kúrbíturinn er mjög stór)
1 paprikustrimill
1 dillgrein
1 klettasalatblað
Kúrbítnum rúllað upp og festur aftur með kokteilpinna.
Fallegt að strá svörtum sesamfræjum yfir ásamt smávegis af næringargeri.
Bogi, Helga, Albert og Bergþór