Auglýsing
Fiskisúpa Eika lax rækjur fiskur súpa matarmikil FENNEL rifsberjahlaup eiki eikagrill eiríkur finnsson fiskisúpa góð súpa
Fiskisúpa Eika

Fiskisúpa Eika

Léttar og rjómalausar fiskisúpur eru orðnar mun algengari en áður, eftir því sem heilsubylgjunni vex ásmegin. Stundum er nú samt gaman að rifja upp gömlu, góðu rjómasúpurnar og eitt er víst að þessi margverðlaunaða súpa frá honum Eika (í Eikagrilli sem var) er svo mikil snilld, að fólk emjar af ánægju og spyr undantekningalaust hvort það megi fá uppskriftina.

Hún er m.a.s. svo góð að ef maður vill drýgja hana fyrir stórt partí með nokkrum lítrum af fisksoði (soðið vatn, fiskkraftur, cayenne á hnífsoddi, pipar, fennelduft), verður hún samt sem áður himnesk.

Auglýsing

💥

FISKISÚPURSÚPURFISKURFISKUR Í OFNIEIRÍKUR

💥

Fiskisúpa Eika

Fiskisúpa Eika 

1 dl laukur
1 dl sellerí
1 dl sveppir
1 dl paprika (3 litir)
1 dl fennel (eða fennelduft)
1 dl blaðlaukur

Saxið allt smátt og látið krauma svolitla stund í olíu .

5 hvítlauksrif
1 1/2 msk karrí
2 msk rifsberjahlaup
2 dl hvítvín (eða mysa)
2 teningar grænmetiskraftur
2 teningar kjúklingakraftur
3 msk tómatpúre
1/2 l vatn

Setjið allt út í pottinn og látið krauma í 5 mínútur í viðbót.

Bætið 1 1/2 lítra rjóma út í og sjóðið í 5 mínútur.

Skerið 1 kg af fiski í teninga (t.d. humar, lax, rækjur, hörpuskel),  skellið út í sjóðandi súpuna. Takið pottinn af hitanum og látið standa nokkrar mínútur.

Smakkið til með salti og pipar.

Skraut: Saxið steinselju og/eða graslauk ofan á, ekki verra að hafa slettu af þeyttum rjóma undir, mjög fallegt. Gott hvítvín og brauð með, bingó.

💥

— FISKISÚPURSÚPURFISKURFISKUR Í OFNIEIRÍKUR

— FISKISÚPA EIKA —

💥

3 athugasemdir

  1. Albert!!!!! þú ert æði, yesss hvað ég fíla uppskriftirnar þínar í botn,og bara þig ,þú ert svo yndislega einlægur og fallegur maður,ekki stífur og leiðinlegur eins og margir ,hmm, well, þú ert kominn í uppáhalds hjá mér, og uppskriftirnar eru æði,ég er búin að krúsa um þessa frábæru síðu og ummm, ég segi ekki meir, ég á sko eftir að prófa margar af þessum uppskriftum frá þér, og svo þetta með matarræði og mikreni ,þá hef ég haft mikreni síðan ég var barn, en anyway, vildi bara segja takk ,vildi að það væru miklu fleiri eins og þú ……….þú ert æði, takk 🙂

  2. Sæl, Jóhanna ! Takk fyrir kærlega 🙂
    Endilega skoðaðu vandlega tengslin milli mataræðis og mígrenis. Sumir hafa skráð niður hjá sér hvað þeir borða sólarhring áður en mígrenikastið kemur – þannig er auðveldara að greina hvað veldur því. Einnig má komast að ótrúlegustu atriðum með aðstoð netsins. Það sannast enn og aftur að við erum það sem við borðum
    Gangi þér vel með jólabaksturinn 🙂

Comments are closed.