Hvítlauksbrauð með ostasalati

brauð ostasalat pestó Begga agnars berglind ósk agnarsdóttir fáskrúðsfjörður saumaklúbbur salat ostasalat brauð
Hvítlauksbrauð með ostasalati

Hvítlauksbrauð

Ostur og vínber passa vel saman. Í salatinu eru þrjár ólíkar ostategundir, paprika, vínber, sýrður rjómi og mæjónes. Gott brauð með góðu salati frá Berglindi Agnarsdóttur.

.

SALÖTFÁSKRÚÐSFJÖRÐURBRAUÐOSTASALÖTBERGLIND A. —

.

Hvítlauksbrauð

5 dl vatn
5 tsk. þurrger
2 tsk. salt
2 msk. olía
u.þ.b. 900 g hveiti
6 pressaðir hvítlaukgeirar

Leysið ger upp í vatninu og blandið salti, olíu og hveiti saman við. Hnoðið vel. Pressið hvítlaukinn út í deigið smátt og smátt á meðan hnoðað er. Leggið rakan klút yfir deigið og látið það hefast í 45 mínútur. Skiptið deiginu í þrjáhluta og mótið úr þeim brauð. Passið að hnoða ekki allt loft úr deiginu. Búið til rauf í mitt brauðið og smyrjið hvítlaukssmjöri í raufina, stráið basiliku yfir smjörið. Brettið svo deigið yfir smjörið þar til það er alveg hulið. Látið hefast í 30 mín. Bakið við 220°C í 20 mínútur. Gott er að úða vatni inn í ofninn, þegar brauðin eru sett inn, til að fá stökka skorpu.

Ostasalat

1 camembert ostur
1 mexico ostur
½ piparostur
½ rauð paprika
½ gul paprika
vínber eftir smekk
1 dós sýrður rjómi
3 msk. majónes

Skerið ostinn í bita og vínberin í tvennt. Blandið öllu saman með sýrðum rjóma og majónesi. Gott að láta standa í um stund í ísskáp áður en borið er fram.

Brauðið og ostasalatið útbjó Begga vinkona mín fyrir blað Franskra daga, þegar saumaklúbburinn hennar bauð lesendum upp á ca 35þús einstaklega bragðgóðar hitaeiningar á þremur blaðsíðum 🙂

Eygló Dagný Berglind
F.v. Eygló, Dagný og Berglind

.

SALÖTFÁSKRÚÐSFJÖRÐURBRAUÐOSTASALÖTBERGLIND A. —

— HVÍTLAUKSBRAUÐ MEÐ OSTASALATI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótakaka Aldísar frænku

Gulrótarkaka Aldísar frænku. Sumar kökur eru betri en aðrar segir Eyjólfur Eyjólfsson söngvari.  „Gulrótarkaka móðursystur minnar er sú kaka sem ég kannski held mest upp á – ef til vill vegna þess að hún er í senn hátíðleg og ósköp hversdagsleg. Þó svo að móðir mín sé þekkt fyrir íburðarmiklar stríðstertur hef ég yfirleitt hneigst meira til kökubaksturs eins og ég kynntist í sveit sem strákur. Þá á ég að sjálfsögðu ekki við sunnudagshnallþórurnar heldur hinar stóísku og yfirveguðu jóla- og marmakökur sem gengu í svo til heilagt hjónaband með ógerilsneyddri kúamjólkinni.

Gulrótasúpa með eplum og engifer

Gulrótasúpa

Gulrótasúpa með eplum og engifer. Skiptir ekki oft máli að maturinn sé fallegur á litinn? Þessi súpa er bæði bragðgóð og fögur á litinn. Ef til vill finnst einhverjum of mikið að hafa tvær matskeiðar af engifer, auðvitað er ekkert heilagt í þessum efnum frekar en svo mörgum öðrum. Eplið gefur sætan keim á móti hvítlauknum og engiferinu.

Kókosköku- uppskrift múttu

Kókoskaka

Kókosköku- uppskrift múttu! Enn einn föstudagskaffiglaðningurinn. Sveinbjörg bakaði tertu úr uppskriftasafni ömmu sinnar. Það þarf nú varla að taka það fram að tertan var borðuð upp til agna (af mikilli áfergju)

Hvítlaukskartöflur Helgu

Hvítlaukskartöflur Helgu. Stundum missi ég mig alveg, það gerðist á dögunum þegar Helga bauð okkur heim í Teryakikjúkling með hvítlaukskartöflum. Kartöflur með extra miklum hvítlauk eru óhemju góðar.

Fyrri færsla
Næsta færsla