Hvítlauksbrauð með ostasalati

brauð ostasalat pestó Begga agnars berglind ósk agnarsdóttir fáskrúðsfjörður saumaklúbbur salat ostasalat brauð
Hvítlauksbrauð með ostasalati

Hvítlauksbrauð

Ostur og vínber passa vel saman. Í salatinu eru þrjár ólíkar ostategundir, paprika, vínber, sýrður rjómi og mæjónes. Gott brauð með góðu salati frá Berglindi Agnarsdóttur.

.

SALÖTFÁSKRÚÐSFJÖRÐURBRAUÐOSTASALÖTBERGLIND A. —

.

Hvítlauksbrauð

5 dl vatn
5 tsk. þurrger
2 tsk. salt
2 msk. olía
u.þ.b. 900 g hveiti
6 pressaðir hvítlaukgeirar

Leysið ger upp í vatninu og blandið salti, olíu og hveiti saman við. Hnoðið vel. Pressið hvítlaukinn út í deigið smátt og smátt á meðan hnoðað er. Leggið rakan klút yfir deigið og látið það hefast í 45 mínútur. Skiptið deiginu í þrjáhluta og mótið úr þeim brauð. Passið að hnoða ekki allt loft úr deiginu. Búið til rauf í mitt brauðið og smyrjið hvítlaukssmjöri í raufina, stráið basiliku yfir smjörið. Brettið svo deigið yfir smjörið þar til það er alveg hulið. Látið hefast í 30 mín. Bakið við 220°C í 20 mínútur. Gott er að úða vatni inn í ofninn, þegar brauðin eru sett inn, til að fá stökka skorpu.

Ostasalat

1 camembert ostur
1 mexico ostur
½ piparostur
½ rauð paprika
½ gul paprika
vínber eftir smekk
1 dós sýrður rjómi
3 msk. majónes

Skerið ostinn í bita og vínberin í tvennt. Blandið öllu saman með sýrðum rjóma og majónesi. Gott að láta standa í um stund í ísskáp áður en borið er fram.

Brauðið og ostasalatið útbjó Begga vinkona mín fyrir blað Franskra daga, þegar saumaklúbburinn hennar bauð lesendum upp á ca 35þús einstaklega bragðgóðar hitaeiningar á þremur blaðsíðum 🙂

Eygló Dagný Berglind
F.v. Eygló, Dagný og Berglind

.

SALÖTFÁSKRÚÐSFJÖRÐURBRAUÐOSTASALÖTBERGLIND A. —

— HVÍTLAUKSBRAUÐ MEÐ OSTASALATI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabbar barinn – Hlemmur mathöll

Rabbar-barinn á Hlemmi mathöll. Bryndís Sveinsdóttir eigandi tók á móti mér með brosi á vör. Á hverjum morgni fær hún ferskt grænmeti frá íslenskum bændum. Hjá henni er hægt að fá þrjár tegundir af súpum daglega sem framreiddar eru í umhverfisvænum umbúðum. Auk þess er boðið upp á undurgóðar grillaðar humarsamlokur með basildress­ingu, bei­koni og græn­meti. Dásemd samlokanna spyrst hratt út og þann stutta tíma sem ég staldraði við á Rabbar-barnum komu tveir eða þrír starfsmenn í húsinu til að fá samlokurnar góðu.

Sítruskaka Diddúar

Söngdrottningin Diddú bauð í sunnudagskaffi. Við hjóluðum á óðal þeirra hjóna í Mosfellsdalnum. Diddú hefur, að því er virðist, lítið fyrir matseldinni en galdrar fram veislurétti eins og ekkert sé. Þessi sítruskaka er næstum því óbærilega góð og ég hvet ykkur til að baka hana við fyrsta tækifæri - og ef það er ekkert tækifæri þá búið þið til tækifæri. Polenta er kornmjöl, unnið úr maís.

Fyrri færsla
Næsta færsla