Auglýsing
brauð ostasalat pestó Begga agnars berglind ósk agnarsdóttir fáskrúðsfjörður saumaklúbbur salat ostasalat brauð
Hvítlauksbrauð með ostasalati

Hvítlauksbrauð

Ostur og vínber passa vel saman. Í salatinu eru þrjár ólíkar ostategundir, paprika, vínber, sýrður rjómi og mæjónes. Gott brauð með góðu salati frá Berglindi Agnarsdóttur.

.

Auglýsing

SALÖTFÁSKRÚÐSFJÖRÐURBRAUÐOSTASALÖTBERGLIND A. —

.

Hvítlauksbrauð

5 dl vatn
5 tsk. þurrger
2 tsk. salt
2 msk. olía
u.þ.b. 900 g hveiti
6 pressaðir hvítlaukgeirar

Leysið ger upp í vatninu og blandið salti, olíu og hveiti saman við. Hnoðið vel. Pressið hvítlaukinn út í deigið smátt og smátt á meðan hnoðað er. Leggið rakan klút yfir deigið og látið það hefast í 45 mínútur. Skiptið deiginu í þrjáhluta og mótið úr þeim brauð. Passið að hnoða ekki allt loft úr deiginu. Búið til rauf í mitt brauðið og smyrjið hvítlaukssmjöri í raufina, stráið basiliku yfir smjörið. Brettið svo deigið yfir smjörið þar til það er alveg hulið. Látið hefast í 30 mín. Bakið við 220°C í 20 mínútur. Gott er að úða vatni inn í ofninn, þegar brauðin eru sett inn, til að fá stökka skorpu.

Ostasalat

1 camembert ostur
1 mexico ostur
½ piparostur
½ rauð paprika
½ gul paprika
vínber eftir smekk
1 dós sýrður rjómi
3 msk. majónes

Skerið ostinn í bita og vínberin í tvennt. Blandið öllu saman með sýrðum rjóma og majónesi. Gott að láta standa í um stund í ísskáp áður en borið er fram.

Brauðið og ostasalatið útbjó Begga vinkona mín fyrir blað Franskra daga, þegar saumaklúbburinn hennar bauð lesendum upp á ca 35þús einstaklega bragðgóðar hitaeiningar á þremur blaðsíðum 🙂

Eygló Dagný Berglind
F.v. Eygló, Dagný og Berglind

.

SALÖTFÁSKRÚÐSFJÖRÐURBRAUÐOSTASALÖTBERGLIND A. —

— HVÍTLAUKSBRAUÐ MEÐ OSTASALATI —

.