Forsetatertan

Forsetatertan Sigurður Már Bessastaðir Konditorsamband Forseti Íslands Bessastaðir Ólafur Ragnar

Forsetatertan 2012. Nokkrir meðlimir í Konditorsambandi Íslands komu færandi hendi á Bessastaði í dag með heljarinnar tertu sem bökuð hafði verið í tilefni af forsetakosningunum. Forsetakakan 2012 er saman sett úr frönskum möndlubotni, karamellu og súkkulaði mousse og með steyptum hindberjakjarna. Auk þess verður hún meðal annars skreytt með blásnum og teygðum sykri. Sigurður Már konditormeistari brást skjótt við beiðni minni um uppskriftina. Hér má sjá myndir frá Bessastöðum í dag

Forsetatertan 2012

Franskur möndlubotn:

125gr egg

90gr flórsykur

90gr möndlumjöl (Sosa)

25gr hveiti

20gr smjör

—————————————

160gr eggjahvítur

40gr strásykur

 Blanda saman eggjunum, flórsykrinum, möndlumjölinu og hveitinu. Bræða smjörið og hella því út í. Blanda þessu svo saman við massann af stífþettu eggjahvítunum og strásykrinum. Bakað í 7 til 8 min á 200°C .

 Súkkulaði og karamellu Mousse:

 1000 gr mjólk

1600 gr Cacao Barry karamellusúkkulaði

20 gr gelatín

2000 gr rjómi(létt þeyttur)

 Hita mjólkina að suðu og  gelatíninu er bætt útí. Blandað saman við súkkulaðið. Þegar blandan hefur kólnað níður í 35°C er óhætt að blanda henni saman við rjómann.

 Hindberjakjarni:

750gr hindberjapúrra (Cap Fruit)

150gr strásykur

7 stk matarlímsblöð

 Best er að hita púrruna og stásykurinn í potti eða í örbylgjuofni og blanda svo gelatín mixinu útí. Hella í form og frysta.  Ef þessu er helt í stóran bakka og svo stungið út er hægt að bræða þetta aftur upp í örbylgjuofni og endurtaka leikinn.

Myndirnar eru fengnar af síðu Konditorsambands Íslands

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.