Forsetatertan

Forsetatertan Sigurður Már Bessastaðir Konditorsamband Forseti Íslands Bessastaðir Ólafur Ragnar

Forsetatertan 2012. Nokkrir meðlimir í Konditorsambandi Íslands komu færandi hendi á Bessastaði í dag með heljarinnar tertu sem bökuð hafði verið í tilefni af forsetakosningunum. Forsetakakan 2012 er saman sett úr frönskum möndlubotni, karamellu og súkkulaði mousse og með steyptum hindberjakjarna. Auk þess verður hún meðal annars skreytt með blásnum og teygðum sykri. Sigurður Már konditormeistari brást skjótt við beiðni minni um uppskriftina. Hér má sjá myndir frá Bessastöðum í dag

Forsetatertan 2012

Franskur möndlubotn:

125gr egg

90gr flórsykur

90gr möndlumjöl (Sosa)

25gr hveiti

20gr smjör

—————————————

160gr eggjahvítur

40gr strásykur

 Blanda saman eggjunum, flórsykrinum, möndlumjölinu og hveitinu. Bræða smjörið og hella því út í. Blanda þessu svo saman við massann af stífþettu eggjahvítunum og strásykrinum. Bakað í 7 til 8 min á 200°C .

 Súkkulaði og karamellu Mousse:

 1000 gr mjólk

1600 gr Cacao Barry karamellusúkkulaði

20 gr gelatín

2000 gr rjómi(létt þeyttur)

 Hita mjólkina að suðu og  gelatíninu er bætt útí. Blandað saman við súkkulaðið. Þegar blandan hefur kólnað níður í 35°C er óhætt að blanda henni saman við rjómann.

 Hindberjakjarni:

750gr hindberjapúrra (Cap Fruit)

150gr strásykur

7 stk matarlímsblöð

 Best er að hita púrruna og stásykurinn í potti eða í örbylgjuofni og blanda svo gelatín mixinu útí. Hella í form og frysta.  Ef þessu er helt í stóran bakka og svo stungið út er hægt að bræða þetta aftur upp í örbylgjuofni og endurtaka leikinn.

Myndirnar eru fengnar af síðu Konditorsambands Íslands

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Langabúð á Djúpavogi

Langabúð á Djúpavogi. Þegar okkur bar að garði í Löngubúð á Djúpavogi var þar fullt út úr dyrum af ferðamönnum sem streymdu inn svangir og fóru út alsælir eftir góðar og matarmiklar súpur. Það var ánægjulegt að sjá hve vel afgreiðslan gekk fyrir sig, sama og engin bið og fólk sem pantaði sér kaffi og með því fékk hvort tveggja strax við afgreiðsluborðið. Ester vert í Löngbúð tók á móti okkur sagði frá starfseminni, umhverfinu og staðnum.

Matarborgin Prag

Matarborgin Prag. Eitt af því skemmtilegasta sem ég veit er að prófa nýja rétti og bragða fjölbreyttan mat í ólíkum löndum. Eftir ævintýralega skemmtilega ferð til Búdapest vorum við beðnir af Heimsferðum að fara í nokkrar borgarferðir og leggja áherslu á það besta í mat sem hver borg hefur uppá að bjóða.

Tékkar eru meðal annars frægir fyrir bjór, við gerðum hins vegar tékkneskum mat skil og nutum frá morgni til kvölds.  Nútímafólk fylgist með hinum ýmsum síðum á netinu þar sem gestir skrá athugasemdir sínar og gefa veitingastöðum og kaffihúsum stjörnur, einkunnir eða umsagnir. Þetta er góð aðferð því daglega breytast einkunnir og annað eftir því sem fleiri skrifa færslur.

Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil

Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil. Grasker eru vanmetin, þau eru bæði holl, góð og falleg. Fann acorn grasker í Gló í Fákafeni, eftir að hafa fræhreinað það tók ég það mesta utan af, síðan var það kryddað og bakað og sætur ilmurinn minnti helst á snúðakökubakstur. Ef þið finnið ekki acorn grasker þá má notast við venjulegt grasker.