Sítrónubaka með marengs

Sítrónubaka með marengs Vilborg Eiríksdóttir sítrónur brimnes
Sítrónubaka með marengs

Sítrónubaka með marengs

Á ættarmótsfundi bauð Vilborg upp á sítrónuböku með marengs sem við borðuðum af mikilli áfergju. Sítrónukökur eru í miklu uppáhaldi um þessar mundir – sítrónur eru hollar og fólk ætti byrja hvern dag á að kreista sítrónu út í vatn og drekka.

🍋

MARENGSBÖKURSÍTRÓNURVILBORG

🍋

Sítrónubaka með marengs

Botn:

260 g hveiti

110 g smjör

1/2 tsk. salt

3 msk. ískalt vatn

Setjið hveiti, sykur og smjör í matvinnsluvél og stillið á mesta hraða í 10 sek. eða þar til deigið er samanlagað. Pakkið deiginu í plastfilmu og geymið í kæli í 30 mín. Fletjið deigið út og setjið í smurt form. Hitið ofninn í 170° Pikkið botninn með gaffli og forbakið kökuskelina í 15-20 mín.

Sítrónufylling:

3 sítrónur, börkur og safi

2 dl kalt vatn

100 g sykur

3 eggjarauður

55 g smjör, skorið í litla bita

3 msk. kartöflumjöl

Blandið sítrónusafa og vatni saman. Setjið í pott ásamt sykri og hitið að suðu. Takið pottinn af hellunni og bætið kartölumjöli og sítrónuberki út í. Setjið pottinn aftur yfir hitann og sjóðið sítrónublönduna þar til hún þykknar. Takið pottinn af hellunni og bætið eggjarauðum og smjöri út í. Hrærið saman þar til blandan er orðin vel samlöguð.

Marens:

3 eggjahvítur

175 g sykur

smá salt

Hrærið eggjahvítur þar til þær verða stífar. Bætið sykri út í, einni skeið í einu, og hrærið áfram í 2-3 mín.

Hellið sítrónufyllingunni í bökuskelina, dreifið marensblöndunni yfir og bakið við 170° í 25-30 mín. Kælið kökuna vel. Bott að bera kökuna fram með þeyttum rjóma

FLEIRI MARENGSUPPSKRIFTIR

Bergdís Ýr Guðný STeinunn Vilborg ÁRdís Hulda Bjarni Þór
Bergdís Ýr, Guðný Steinunn, Vilborg, Árdís Hulda og Bjarni Þór

BERGDÍS ÝRGUÐNÝ STEINUNNVILBORGÁRDÍS HULDABJARNI ÞÓR

Sítrónubaka með marengs
Sítrónubaka með marengs

Uppskrift úr Gestgjafanum

🍋

MARENGSBÖKURSÍTRÓNURVILBORG

— SÍTRÓNUBAKA MEÐ MARENGS —

🍋

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.