Sítrónubaka með marengs

Sítrónubaka með marengs Vilborg Eiríksdóttir sítrónur brimnes
Sítrónubaka með marengs

Sítrónubaka með marengs

Á ættarmótsfundi bauð Vilborg upp á sítrónuböku með marengs sem við borðuðum af mikilli áfergju. Sítrónukökur eru í miklu uppáhaldi um þessar mundir – sítrónur eru hollar og fólk ætti byrja hvern dag á að kreista sítrónu út í vatn og drekka.

🍋

MARENGSBÖKURSÍTRÓNURVILBORG

🍋

Sítrónubaka með marengs

Botn:

260 g hveiti

110 g smjör

1/2 tsk. salt

3 msk. ískalt vatn

Setjið hveiti, sykur og smjör í matvinnsluvél og stillið á mesta hraða í 10 sek. eða þar til deigið er samanlagað. Pakkið deiginu í plastfilmu og geymið í kæli í 30 mín. Fletjið deigið út og setjið í smurt form. Hitið ofninn í 170° Pikkið botninn með gaffli og forbakið kökuskelina í 15-20 mín.

Sítrónufylling:

3 sítrónur, börkur og safi

2 dl kalt vatn

100 g sykur

3 eggjarauður

55 g smjör, skorið í litla bita

3 msk. kartöflumjöl

Blandið sítrónusafa og vatni saman. Setjið í pott ásamt sykri og hitið að suðu. Takið pottinn af hellunni og bætið kartölumjöli og sítrónuberki út í. Setjið pottinn aftur yfir hitann og sjóðið sítrónublönduna þar til hún þykknar. Takið pottinn af hellunni og bætið eggjarauðum og smjöri út í. Hrærið saman þar til blandan er orðin vel samlöguð.

Marens:

3 eggjahvítur

175 g sykur

smá salt

Hrærið eggjahvítur þar til þær verða stífar. Bætið sykri út í, einni skeið í einu, og hrærið áfram í 2-3 mín.

Hellið sítrónufyllingunni í bökuskelina, dreifið marensblöndunni yfir og bakið við 170° í 25-30 mín. Kælið kökuna vel. Bott að bera kökuna fram með þeyttum rjóma

FLEIRI MARENGSUPPSKRIFTIR

Bergdís Ýr Guðný STeinunn Vilborg ÁRdís Hulda Bjarni Þór
Bergdís Ýr, Guðný Steinunn, Vilborg, Árdís Hulda og Bjarni Þór

BERGDÍS ÝRGUÐNÝ STEINUNNVILBORGÁRDÍS HULDABJARNI ÞÓR

Sítrónubaka með marengs
Sítrónubaka með marengs

Uppskrift úr Gestgjafanum

🍋

MARENGSBÖKURSÍTRÓNURVILBORG

— SÍTRÓNUBAKA MEÐ MARENGS —

🍋

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bökuð hindberjaostakaka – næstum því hættulega góð

Bökuð hindberjaostakaka. Bergdís Ýr er afar flink bakstri og öðru matarstússi eins og hún á kyn til. Gráfíkjukaka og terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi útbjó Bergdís eftir uppskriftum ömmu sinnar. Hún bakaði hindberjaostaköku og kom með í árlegt vinkvennakaffi. Stórfín terta sem var borðuð upp til agna.

Hnetu- og ávaxta-köku-brauð

Hnetu- og vaxta-köku-brauð IMG_5401

Hnetu- og ávaxta-köku-brauð. Þeir sem ekki vilja egg eða þola illa egg geta notað (og flest brauð og kökur) chiafræ eða mulin hörfræ í staðinn, eða blandað saman. Þá þarf eina msk af fræjum og þrjár af vatni sem gott er að blanda saman og láta standa í um tíu mín.