Brauð með tröllahöfrum og heslihnetum

Brauð með tröllahöfrum og heslihnetum hafrar hentur

Brauð með tröllahöfrum og heslihnetum. Það er þægilegt að baka brauð sem eru með matarsóda eða lyftidufti, þannig brauð eru kjörin fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í bakstrinum.

Brauð með heslihnetum og tröllahöfrum

2 dl tröllahafrar

3 dl heilhveiti

2 dl hveiti

1 dl hörfræ, mulin

1 dl rúsínur

1 dl saxaðar heslihnetur

2 tsk matarsóti

1 tsk salt

3 dl hrein jógúrt

2 dl soyamjólk

1/2 dl fljótandi hunang

Hitið ofninn í 190°. Blandið þurrefnunum saman í skál og hrærið jógúrti og hunangi saman við. Bakið í jólakökuformi, íklæddu bökunarpappír, í 50-60 mínútur.
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Holl og góð samloka

Samloka

Holl og góð samloka. Í dag var haldið í langa fjallgöngu í góða veðrinu á sumarsólstöðum. Það er alltaf mikilvægt að borða hollt, líka á fjöllum. Það er nú svo sem engin sérstök uppskrift. Reynum samt:

SaveSave

SaveSave

Döðluterta Ólafs

Afmæli

Döðluterta Ólafs. Herra Ólafur hélt upp á fyrsta afmælisdaginn sinn í dag með pompi og prakt. Að vísu setti hann smá spurningamerki við afmælissönginn og stakk vísifingri í annað eyrað...

Matarboð, fyrirlestur og fjör í Grundarfirði

Matarboð, fyrirlestur og fjör í Grundarfirði. Nýlokið er í Grundarfirði tíu daga bæjarbúahátið sem kallast Rökkurdagar, þá gera Grundfirðingar sér glaðan dag. Það kemur víst engum á óvart að harðduglegar kvenfélagskonur í bænum láta sitt ekki eftir liggja núna frekar en oft áður. Samfélagsábyrgð þeirra og ástundun er til fyrirmyndar. Síðasta vetur vorum við Bergþór með fyrirlestur hjá þeim um borðsiði, kurteisi og fleira skemmtilegt og núna fórum við Elísabet næringarfræðingurinn minn vestur og spjölluðum við konurnar í Samkomuhúsinu um mat, mikil áhrif matar á líkamann og margt fleira þessu tengt. Einstaklega líflegar umræður sköpuðust og margt bar á góma allt frá megrunarkaramellum til orkudrykkja

Texmex-heitur réttur í ofni og Súkkulaðieggjakaka

Texmex-heitur réttur í ofni. Heitir réttir í ofni standa alltaf fyrir sínu og hafa glatt þjóðina í áratugi. Hver hefur ekki upplifað í veislum að heitu réttirnir virðast gufa upp eins og dögg fyrir sólu. Það er afar auðvelt að fá matarást á Halldóru systur minni, það þekkja þeir fjölmörgu sem hafa borðað hjá henni í gegnum tíðina. Hér galdrar hún fram heitan rétt með Texmex osti, rétt sem tekur stutta stund að undirbúa og aðeins þarf að baka í korter. Hentugt fyrir fólk sem er á hraðferð. Einnig er uppskrift að súkkulaðieggjaköku.