Brauð með tröllahöfrum og heslihnetum. Það er þægilegt að baka brauð sem eru með matarsóda eða lyftidufti, þannig brauð eru kjörin fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í bakstrinum.
Brauð með heslihnetum og tröllahöfrum
2 dl tröllahafrar
3 dl heilhveiti
2 dl hveiti
1 dl hörfræ, mulin
1 dl rúsínur
1 dl saxaðar heslihnetur
2 tsk matarsóti
1 tsk salt
3 dl hrein jógúrt
2 dl soyamjólk
1/2 dl fljótandi hunang
Hitið ofninn í 190°. Blandið þurrefnunum saman í skál og hrærið jógúrti og hunangi saman við. Bakið í jólakökuformi, íklæddu bökunarpappír, í 50-60 mínútur.
En hvað það er æðislega gaman að fara inn á blogg sem ég les svo oft og sjá þar minnst á mitt blogg. Kærar þakkir : )
Comments are closed.