Spínatpestó – hollt, gott og auðvelt

Spínatpestó, meðlæti, sósa, græn sósa, Kjartan Örn, holl sósa, fljótleg, auðveld
Spínatpestó er hollt, gott og auðvelt að útbúa

Spínatpestó

Eins og nafnið gefur til kynna er spínat uppistaðan í þessu pestói. Það var borið fram, ásamt fleiru, með grilluðu lambalæri Kjartans og smakkaðist afar vel, en ekki hvað.

SPÍNATKJARTAN ÖRNGRILLAÐ LAMBALÆRI

.

Spínatpestó

400 g spínat

um ½ b basil

ólífuolía

40 g furuhnetur

2 hvítlauksrif

80 g rifinn parmesan

pipar

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel.

SPÍNATKJARTAN ÖRNGRILLAÐ LAMBALÆRI

.

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pitsusósa – Pizza pronto

Pitsusósa - Pizza pronto. Eitt besta „aukaheimilistæki" sem til hefur verið hér á bæ er lítill pitsuofn, hann skilaði sínu vel og var óspart notaður. Þá áttum við oft deig og pitsusósu í ísskápnum og þá var hægt að útbúa pitsu með litlum fyrirvara. Síðan bræddi elsku pitsuofninn úr sér og var sárt saknað.....

Það er nú ekki svo mikið mál að útbúa pitsusósu. Þegar pitsur urðu vinsælar hér fyrst var hægt að kaupa pitsusósu sem hét Pizza Pronto - óskaplega þægilegt og mig minnir að það hafi líka bragðast ágætlega. Kannski fæst Pizza Pronto ennþá. Víða eru pitsusósur enn kallaðar Pissa Prontó, við skulum ekki hætta því.

Fiskisúpa Eika

Fiskisúpa Eika. Léttar og rjómalausar fiskisúpur eru orðnar mun algengari en áður, eftir því sem heilsubylgjunni vex ásmegin. Stundum er nú samt gaman að rifja upp gömlu, góðu rjómasúpurnar og eitt er víst að þessi margverðlaunaða súpa frá honum Eika (í Eikagrilli sem var) er svo mikil snilld, að fólk emjar af ánægju og spyr undantekningalaust hvort það megi fá uppskriftina.

Fyrri færsla
Næsta færsla