Gúrkusalat

Gúrkusalat þýskaland þýskurmatur Elísa Grill grillmatur
Gúrkusalat

Gúrkusalat

Í Þýskalandi er algengt að útbúa grænmetissalat út einni tegund grænmetis. T.d. radísum, gulrótum, kartöflum og gúrkum. Uppistaða dressinganna í þessum salötum er yfirleitt edik, olía, rjómi og krydd.

ÞÝSKALANDGÚRKURSALÖT

.

Gúrkusalat

1 gúrka

2 msk góð matarolía

1 dl rjómi

smá dill

1 msk edik (hvítvíns eða epla)

salt og pipar

Skerið gúrkuna í þunnar sneiðar, gott að skera hana með ostaskera. Setjið matarolíu, rjóma, dill, edik, salt og pipar í krukku með loki og hristið vel saman. Blandið saman við gúrkurnar. Best að bera strax fram.

ÞÝSKALANDGÚRKURSALÖT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steypiboðstertan

Steypiboðstertan. Vinkonur Jóhönnu frænku minnar komu henni á óvænt með Baby Shower boði sem kallast Steypiboð á íslensku. Meðal góðra kaffiveitinga þar var þessi góða og fallega terta. Það þarf ekki alltaf að flækja málin, vel má bjarga sér á pakkatertum eins og frá Betty Crocker eins og gert er hér.Saltkaramellusmjörkrem, sem er alveg himneskt, á milli, á hliðarnar og ofan á. Ofan á það fór svo bleikt súkkulaði frá Allt í köku.