Pestó í einum grænum

pestó Borgarnes anna valdís árdís albert Pestó í einum grænum Brimnes gleym mér ei Borgarnes Sædís Bubba grænkál pestó hundasúrur
Pestó í einum grænum

Pestó í einum grænum

Brimnesfjölskyldan fór í árlega sumarferð, allir tóku með nesti sem við settum á sameiginlegt hlaðborð á ferðalagi um Borgarfjörð hinn syðri. Við piltarnir tókum eitt og annað með okkur þar á meðal pestó. Þar sem aðeins var þriðjungur eftir af pestói í krukku sá ég að það mundi engan vegin duga fyrir svanga munna. Þannig að í einum grænum setti ég restina af pestóinu í matvinnsluvélina, bætti út í hundasúrum, grænkáli, spínati, hvítlauk, arfa, parmasenosti, ólífuolíu, salti og pipar. Þessu var maukað saman og sett í krukkur og borðað af áfergju.

.

PESTÓBRIMNESBORGARNES

.

Myndin er tekin á pallinum á Garðyrkjustöðinni Gleym-mér-ei í Borgarnesi
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hummus – heimalagaður hummús er mjög góður

Hummus

Hummús. Fátt er betra ofan á (pítu)brauð og kex en hummus, sérstaklega fyrir þá sem elska hvítlauk. Oftar en ekki nota ég mun meira af hvítlauk en stendur í uppskriftinni. Ágætt er að hafa í huga að hummmús geymist ekkert sérstaklega vel, því er betra að útbúa minna magn í einu.