Rabarbara- og bláberjapæ

Rabarbara- og bláberjapæ rabbarbari bláber pæ rabarbari baka pie fljótlegt ber
Rabarbara- og bláberjapæ

Rabarbara- og bláberjapæ

Nú eru bláberin þroskuð og um að gera að nýta þau út í eitt enda fátt hollara. Rabarbarinn er einnig góður og um að gera að nota hann nýupptekinn. Hef alltaf litið á rabarbara sem árstíðabundna afurð og frysti hann ekki.

Hér á bæ var boðið upp á kvöldkaffi 😉

RABARBARIEFTIRRÉTTIR— BLÁBER

.

Rabarbara- og bláberjapæ

3-4 rabarbaraleggir
2-3 dl bláber
2 dl heilhveiti
2 dl púðursykur
3 1/2 dl tröllahafrar
1/2 tsk salt
2 tsk kanill
100 g lint smjör
1 dl kókosolía (fljótandi)

Skerið rabarbarann niður og setjið í eldfast form, stráið bláberjunum yfir. Setjið smjörið og kókosolíuna í skál, bætið saman við heilhveiti, púðursykur, tröllahöfrum, salti og kani.Blandið vel saman með höndunum og látið yfir rabarbarann og bláberin. Bakið í 35-40 mín við 175° Berið fram nýbakað með ís eða rjóma.

Rabarbara- og bláberjapæ
Rabarbara- og bláberjapæ

.

RABARBARIEFTIRRÉTTIR— BLÁBER

— RABARBARA- OG BLÁBERJAPÆ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bryggjan brugghús

 

Bryggjan brugghús. Það er ævintýri líkast að fylgjast með uppbyggingunni á Grandanum í Reykjavík og nú er svo komið að Grandinn er orðinn hluti af miðborginni. Þar sem áður var fiskvinnsla á vegum Bæjarútgerðar Reykjavíkur er nú veitingastaðurinn Bryggjan brugghús. Róandi staður í beinni tengingu við höfnina og hafið. Sérstaðan er góður matur og bjórframleiðsla á staðnum. Kjörinn staður fyrir minni og stærri hópa.

Eyjólfur hinn elskulegi býður heim


Eyjólfur hinn elskulegi býður heim.  Eyjólfur vinur okkar Eyjólfsson er í sumar að vinna á Þjóðlagasetrinu á Siglufirði. Ef vel stendur á þá spilar hann á langspil fyrir gesti og á sérstökum kvöldstundum setursins kveður hann jafnvel og syngur. Eyjólfur er hvers manns hugljúfi og heillar gesti upp úr skónum með leiftrandi og ástríðufullri frásögn um stórmerkilegt framlag Bjarna Þorsteinssonar til íslensks tónlistararfs. Á ferð okkar til Siglufjarðar bauð hann okkur í heimsókn að lokinni eftirminnilegri heimsókn á Þjóðlagasetrið. Siglufjörður rokkar

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Fyrri færsla
Næsta færsla