Auglýsing
Rabarbara- og bláberjapæ rabbarbari bláber pæ rabarbari baka pie fljótlegt ber
Rabarbara- og bláberjapæ

Rabarbara- og bláberjapæ

Nú eru bláberin þroskuð og um að gera að nýta þau út í eitt enda fátt hollara. Rabarbarinn er einnig góður og um að gera að nota hann nýupptekinn. Hef alltaf litið á rabarbara sem árstíðabundna afurð og frysti hann ekki.

Hér á bæ var boðið upp á kvöldkaffi 😉

RABARBARIEFTIRRÉTTIR— BLÁBER

.

Rabarbara- og bláberjapæ

3-4 rabarbaraleggir
2-3 dl bláber
2 dl heilhveiti
2 dl púðursykur
3 1/2 dl tröllahafrar
1/2 tsk salt
2 tsk kanill
100 g lint smjör
1 dl kókosolía (fljótandi)

Skerið rabarbarann niður og setjið í eldfast form, stráið bláberjunum yfir. Setjið smjörið og kókosolíuna í skál, bætið saman við heilhveiti, púðursykur, tröllahöfrum, salti og kani.Blandið vel saman með höndunum og látið yfir rabarbarann og bláberin. Bakið í 35-40 mín við 175° Berið fram nýbakað með ís eða rjóma.

Rabarbara- og bláberjapæ
Rabarbara- og bláberjapæ

.

RABARBARIEFTIRRÉTTIR— BLÁBER

— RABARBARA- OG BLÁBERJAPÆ —

.

Auglýsing