Súkkulaðiís á örfáum mínútum

Súkkulaðiís á örfáum mínútum súkkulaði ís raw food hráfæði bananar kakó flótlegt gott einfalt
Súkkulaðiís á örfáum mínútum

Súkkulaðiís

Gaman að geta útbúið ís á örfáum mínútum. Best er að nota passlega þroskaða banana.

SÚKKULAÐIÍSBANANAR

.

Súkkulaðiís

3 meðal stórir bananar
4 döðlur – lagðar í bleyti í um 20 mín.
safi úr hálfri appelsínu
2 msk kakó
1 tsk hunang eða agave
1/2 tsk vanilla
1/3 tsk salt

Afhýðið bananana, skerið í bita og frystið. Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel.

TILBÚIÐ

.

— SÚKKULAÐIÍS Á ÖRFÁUM MÍN —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tarte à la rhubarbe

Tarte à la rhubarbe. Til fjölda ára rak ég safn um franska sjómenn sem stunduðu sjóinn við Ísland í yfir þrjár aldir. Samhliða safninu var vinsælt sumarkaffihús. Alla daga í á annan áratug bakaði ég rabarbarapæ og borðaði amk tvær sneiðar á dag. Satt best að segja var ég orðinn svo þreyttur á að skrifa uppskriftina fyrir gesti að hún var gefin út á póskorti, bæði á íslensku og á frönsku. Þið megið gjarnan deila þessari uppskrift með frönskum, eða frönskumælandi vinum ykkar. Rabarbari er líka vinsæll í Frakklandi

SaveSave

Litríkt veislunammi frá Nínu

Litríkt veislunammi frá Nínu. Nína Jónsdóttir kallar ekki allt ömmu sína. Hún útbýr þessar litríku kúlur sem innihalda lakkrís og súkkulaði. Hægt er að sérpanta hjá henni flesta liti. Sjálf hefur hún gaman af því að halda veislur og vera með litaþema þannig kom þessi hugmynd upphaflega upp fyrir skírnarveislur en svo beint í kjölfarið byrjaði HM stemningin svo Nína fór að gera kúlur í fánalitunum. „Regnboga litirnir fyrir gleðigönguna voru svo eðlilegt framhald enda finnst mér þeir svo fallegir og ég fer alla leið að sjálfsögðu í gleðinni"