Auglýsing
Kartöflusmælki í tómat
Kartöflusmælki í tómat

Kartöflusmælki í tómat

Nú eru kartöflur komnar uppúr moldinni og tilvalið að nýta þær í hina ýmsu rétti. Þessi réttur er upprunninn á Indlandi og er kjörinn sem meðlæti.

Kartöflusmælki í tómat

3-4 msk góð olía

1 laukur

2-3 hvítlauksrif – smátt söxuð

2 cm engifer – saxað

1/3 tsk negull

1 tsk kanill

1 tsk turmeric

smá chilii

1/2 tsk salt

1/2 tsk sykur

1/3 tsk garam masala

3-4 tómatar – saxaðir frekar smátt

15 – 20 litlar kartöflur

Saxið laukinn og steikið í olíunni á pönnu. Bætið við hvítlauk, engifer, negul, kanil, turmeric, chili, salti, sykri, garam masala og látið malla smá stund. Látið loks tómatana saman við og kartöflurnar. Blandið vel saman og látið sjóða í pönnunni í um 30 mín. Einnig má setja allt í eldfast form og baka í ofni í um þrjú korter.

 

Auglýsing