Kartöflusmælki í tómat

Kartöflusmælki í tómat
Kartöflusmælki í tómat

Kartöflusmælki í tómat

Nú eru kartöflur komnar uppúr moldinni og tilvalið að nýta þær í hina ýmsu rétti. Þessi réttur er upprunninn á Indlandi og er kjörinn sem meðlæti.

Kartöflusmælki í tómat

3-4 msk góð olía

1 laukur

2-3 hvítlauksrif – smátt söxuð

2 cm engifer – saxað

1/3 tsk negull

1 tsk kanill

1 tsk turmeric

smá chilii

1/2 tsk salt

1/2 tsk sykur

1/3 tsk garam masala

3-4 tómatar – saxaðir frekar smátt

15 – 20 litlar kartöflur

Saxið laukinn og steikið í olíunni á pönnu. Bætið við hvítlauk, engifer, negul, kanil, turmeric, chili, salti, sykri, garam masala og látið malla smá stund. Látið loks tómatana saman við og kartöflurnar. Blandið vel saman og látið sjóða í pönnunni í um 30 mín. Einnig má setja allt í eldfast form og baka í ofni í um þrjú korter.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótaterta með kasjúkremi

Gulrótaterta með kasjúkremi. Hrátertur fara vel í maga og eru hollar með eindæmum. Og öllum líkar, svei mér þá, það er að segja ef fólk fæst til að smakka í fyrsta skipti. Hentar fólki t.d. með eggja-, mjólkur- og glúteinóþol. Ef kakan klárast ekki, hún er jú saðsöm, má alveg frysta hans. Hún tapar ekki gæðum við frystingu. Endilega útbúið hrátertu (og bjóðið í kaffi)

Jamie’s Italian á Hótel Borg – stemning, saga, heimilislegt, notalegt, en töff

Jamie’s Italian á Hótel Borg - stemning, saga, heimilislegt, notalegt, en töff.

Þau sem hafa þrautreynt réttina í bókunum hans Jamie Oliver, þekkja höfundareinkennin strax, sítrónubörkur og stökk brauðmylsna er til dæmis einkennandi, en innblásturinn er frá Sikiley, þar sem Jamie dvaldi þar þegar hann var að undirbúa Jamie’s Italy bókina. En það er auðvitað öðruvísi að láta þjóna sér á svona yndislegum stað og í góðum höndum þjónustufólksins. Þau Andrew (frá Kaliforníu hefur verið hér í 15 mánuði og er ótrúlega duglegur að tala íslensku) og Sigrún voru eins og hugur okkar.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Tíu vinsælustu gestabloggararnir á alberteldar.com

Tíu vinsælustu gestabloggararnir. Núna þegar árið er rétt hálfnað er ágætt að horfa um öxl og skoða hvaða gestabloggarar njóta mestra vinsælda. Gestabloggaraleikurinn felst í að 52 útbúa góðgæti fyrir bloggið á árinu. Topp tíu listinn er hér að neðan, smellið á nöfnin þeirra til að sjá færslurnar

  1. Helga Hermannsdóttir
  2. Anna Sigga Helgadóttir
  3. Margrét Jónsdóttir Njarðvík
  4. Svanhvít Valgeirsdóttir
  5. Helga Þorleifsdóttir
  6. Signý Sæmundsdóttir
  7. Edda Björgvinsdóttir
  8. Þórunn Björnsdóttir
  9. Ólöf Jónsdóttir
  10. Vigdís Másdóttir

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Marineraður fiskur Diddúar

Marineradur fiskur

Marineraður fiskur Diddúar. Vó hvað þessi réttur er spennandi og passar vel á hlaðborð eða sem forréttur. Hentar þeim sem eru í tímahraki, fínt að útbúa réttinn daginn áður. Hér er uppskriftin eins og söngdrottningin sendi hana :)