Kartöflusmælki í tómat

Kartöflusmælki í tómat
Kartöflusmælki í tómat

Kartöflusmælki í tómat

Nú eru kartöflur komnar uppúr moldinni og tilvalið að nýta þær í hina ýmsu rétti. Þessi réttur er upprunninn á Indlandi og er kjörinn sem meðlæti.

Kartöflusmælki í tómat

3-4 msk góð olía

1 laukur

2-3 hvítlauksrif – smátt söxuð

2 cm engifer – saxað

1/3 tsk negull

1 tsk kanill

1 tsk turmeric

smá chilii

1/2 tsk salt

1/2 tsk sykur

1/3 tsk garam masala

3-4 tómatar – saxaðir frekar smátt

15 – 20 litlar kartöflur

Saxið laukinn og steikið í olíunni á pönnu. Bætið við hvítlauk, engifer, negul, kanil, turmeric, chili, salti, sykri, garam masala og látið malla smá stund. Látið loks tómatana saman við og kartöflurnar. Blandið vel saman og látið sjóða í pönnunni í um 30 mín. Einnig má setja allt í eldfast form og baka í ofni í um þrjú korter.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lífsgæði og hamingja – Albert og Elísabet fyrirlestur

 

Lífsgæði og hamingja. Undanfarna mánuði hef ég skoðað mataræði mitt með dyggri aðstoð Betu Reynis næringarfræðings. Við höfum prófað ýmislegt og lesendur hafa fengið að fylgjast með. Við vorum beðin að halda fyrirlestur og segja frá og svo fleiri fyrirlestra. Síðast vorum við í Skyrgerðinni í Hveragerði, myndirnar hér að neðan eru þaðan. Ef þið viljið fá okkur og fræðast erum við alveg til. Netfang Betu er betareynis (@)gmail.com og mitt er albert.eiriksson ( @) gmail.com

Hreindýralund – snöggsteikt á pönnu og hægelduð í ofni

Hreindýralund - snöggsteikt á pönnu og hægelduð í ofni. Mikið lifandis ósköp er hreindýrakjöt mjúkt og gott ef það er rétt eldað. Meðlætið með hreindýralundinni var Waldorfssalat og sykurbrúnaðar kartöflur ásamt sósunni

Ostapasta frá pabba – Steinunn Ása sjónvarpsstjarna eldar fljótlegan pastarétt

Ostapasta frá pabba - Steinunn Ása sjónvarpsstjarna eldar fljótlegan pastarétt. Steinunn Ása tók á móti okkur með kátínu og hlýju, eins og hennar er von og vísa, en sagðist þó hafa borið svolítinn kvíðboga fyrir því að vera gestabloggari. Hún hefur eldað með fjölmörgum landsþekktum matgæðingum í hinni margverðlaunuðu þáttaröð „Með okkar augum“ á RÚV. Fyrsti þátturinn í sjöundu seríunni verður frumsýndur í kvöld