Daglegt brauð – Café Valný

Daglegt brauð – Café Valný fræ korn Heba Guðrún Egilsstaðir

Á Egilsstöðum er mjög fínt kaffihús sem heitir Café Valný – þangað er gott að koma og heimilislegur bragur á öllu. Maturinn góður og allt útbúið á staðnum. Fólk sem er í matseld alla daga og af lífi og sál, hættir stundum að fara eftir uppskriftum og það getur verið erfitt að fá nákvæm hlutföll. Í meðfylgjandi uppskrift er ekkert magn við mjólkina eða súrmjólkina og brauð bakað þangað til það er tilbúið….

En brauðið er mjög gott og vel þess virði að koma við á Café Valný

Daglegt brauð – Café Valný

ca. 1 kg hveiti

1 msk sykur

ca 1 poki 5 korna fræblanda

3 tsk lyftiduft

1 tsk natron

1 tsk salt

mjólk

súrmjólk

öllu blandað saman og vætt með mjólk og súrmjólk = þykkt deig.
sett í tvö stór brauðform, penslað með eggi og fræjum stráð yfir.
bakað á 180 þangað til tilbúið.

ég set stundum hvannafræ eða byggmjöl í brauðið.

Kv. Heba og Gunna á Café Valný

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rice krispies múffur

Rice krispies múffur. Það sem mér hefur helst þótt að Rice Krispies kökum/múffum er að oft er allt of mikið að sírópi og stundum notaður sykur líka - gleymum ekki að Rice Krispies eitt og sér er hlaðið sykri. Þorbjörg kom með Rice krispies múffur í föstudagskaffið í vinnunni sem voru ekki dýsætar. Annars eigum við að taka höndum saman og minnka sykur í mat.

Gerbollubrauðhleifur

Gerbollubrauðhleifur. Það er ótrúlega töff að bera fram stóran hleif af brauðbollum. Hann sómir sér vel á hlaðborði og öllum líkar vel við heimabakað brauðmeti.

Grískt gúrkusalat

salat gurkur

Grískt gúrkusalat. Kannski var ég í Grikklandi í síðasta lífi eða lífinu þar á undan. En mér þykir grískur matur mjög góður. Salat eins og þetta getur verið forréttur eða sem meðlæti.

Fyrri færsla
Næsta færsla