Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi

Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi rjómaterta Bergdís Ýr Birna Björnsdóttir ættarmót Brimnes
Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi

Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi

Bergdís Ýr kom með tvær kökur á ættarmótið sem hún bakaði eftir gamalli uppskriftabók ömmu sinnar. Fyrr setti ég hérna uppskrift að gráfíkjuköku og þessi heitir í bók Birnu: Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi. En þar sem mér finnst þetta frekar vera terta en kaka þá kallast hún svo hér. Ætli sé ekki í lagi að minnka sykurmagnið um amk helming

— BIRNA BJÖRNSDGRÁFÍKJUR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — BRIMNES — BERGDÍS

.

Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi

4 egg

150 g sykur

150 g gróft hveiti (amma mælir með því að nota hveiti og hveitiklíð til helminga)

1/2 tsk salt

1 tsk lyftiduft

Þeytið egg og sykur og blandið svo hveitinu, eða því grófa mjöli sem þið viljið nota, salti og lyftidufti saman við. Hrærið deigið vel. Bakið í­ hringlaga móti í 25 mínútur við 180°C.

Eplakrem
Sjóðið 1/2 kg af eplum (amma mællir með grænum eplum) og bragbætið með sykri ef vill (ég sleppti því).

Þeytið 1/2 líter rjóma með smá strásykri og vanillu.

Blandið helming af rjómanum saman við eplin. Skerið kökuna í tvennt og mýkið botnana með mjólk eða eplasafa. Setjið kremið með eplunum á milli botnana og puntið kökuna með þeim rjóma sem eftir er. Hugmynd að skrauti ofan á rjómann eru eplasneiðar og rifið súkkulaði.

Sjálf setti ég kremið með eplum bæði á milli botnana og ofan á hana. Svo sprautaði ég barmana á kökunni með rjóma.

Kveðja, Bergdís besta frænka 🙂

Ættarmótsnefndin: Albert, Vilborg, Guðný, Árdís, Bergdís og Bjarni Þór
Ættarmótsnefndin: Albert, Vilborg, Guðný Steinunn, Árdís Hulda, Bergdís Ýr og Bjarni Þór
.
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla