Auglýsing

Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi rjómaterta Bergdís Ýr Birna Björnsdóttir ættarmót Brimnes

Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi. Bergdís Ýr kom með tvær kökur á ættarmótið sem hún bakaði eftir gamalli uppskriftabók ömmu sinnar. Fyrr setti ég hérna uppskrift að gráfíkjuköku og þessi heitir í bók Birnu: Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi. En þar sem mér finnst þetta frekar vera terta en kaka þá kallast hún svo hér. Ætli sé ekki í lagi að minnka sykurmagnið um amk helming

— BIRNA BJÖRNSDGRÁFÍKJUR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — BRIMNES — BERGDÍS ÝR —

Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi

4 egg

150 g sykur

150 g gróft hveiti (amma mælir með því að nota hveiti og hveitiklíð til helminga)

1/2 tsk salt

1 tsk lyftiduft

Þeytið egg og sykur og blandið svo hveitinu, eða því grófa mjöli sem þið viljið nota, salti og lyftidufti saman við. Hrærið deigið vel. Bakið í­ hringlaga móti í 25 mínútur við 180°C.

Eplakrem
Sjóðið 1/2 kg af eplum (amma mællir með grænum eplum) og bragbætið með sykri ef vill (ég sleppti því).

Þeytið 1/2 líter rjóma með smá strásykri og vanillu.

Blandið helming af rjómanum saman við eplin. Skerið kökuna í tvennt og mýkið botnana með mjólk eða eplasafa. Setjið kremið með eplunum á milli botnana og puntið kökuna með þeim rjóma sem eftir er. Hugmynd að skrauti ofan á rjómann eru eplasneiðar og rifið súkkulaði.

Sjálf setti ég kremið með eplum bæði á milli botnana og ofan á hana. Svo sprautaði ég barmana á kökunni með rjóma.

Kveðja, Bergdís besta frænka 🙂

Ættarmótsnefndin: Albert, Vilborg, Guðný, Árdís, Bergdís og Bjarni Þór
Ættarmótsnefndin: Albert, Vilborg, Guðný Steinunn, Árdís Hulda, Bergdís Ýr og Bjarni Þór
Auglýsing