Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi

Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi rjómaterta Bergdís Ýr Birna Björnsdóttir ættarmót Brimnes
Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi

Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi

Bergdís Ýr kom með tvær kökur á ættarmótið sem hún bakaði eftir gamalli uppskriftabók ömmu sinnar. Fyrr setti ég hérna uppskrift að gráfíkjuköku og þessi heitir í bók Birnu: Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi. En þar sem mér finnst þetta frekar vera terta en kaka þá kallast hún svo hér. Ætli sé ekki í lagi að minnka sykurmagnið um amk helming

— BIRNA BJÖRNSDGRÁFÍKJUR — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — BRIMNES — BERGDÍS

.

Terta úr grófu mjöli með mjög góðu kremi

4 egg

150 g sykur

150 g gróft hveiti (amma mælir með því að nota hveiti og hveitiklíð til helminga)

1/2 tsk salt

1 tsk lyftiduft

Þeytið egg og sykur og blandið svo hveitinu, eða því grófa mjöli sem þið viljið nota, salti og lyftidufti saman við. Hrærið deigið vel. Bakið í­ hringlaga móti í 25 mínútur við 180°C.

Eplakrem
Sjóðið 1/2 kg af eplum (amma mællir með grænum eplum) og bragbætið með sykri ef vill (ég sleppti því).

Þeytið 1/2 líter rjóma með smá strásykri og vanillu.

Blandið helming af rjómanum saman við eplin. Skerið kökuna í tvennt og mýkið botnana með mjólk eða eplasafa. Setjið kremið með eplunum á milli botnana og puntið kökuna með þeim rjóma sem eftir er. Hugmynd að skrauti ofan á rjómann eru eplasneiðar og rifið súkkulaði.

Sjálf setti ég kremið með eplum bæði á milli botnana og ofan á hana. Svo sprautaði ég barmana á kökunni með rjóma.

Kveðja, Bergdís besta frænka 🙂

Ættarmótsnefndin: Albert, Vilborg, Guðný, Árdís, Bergdís og Bjarni Þór
Ættarmótsnefndin: Albert, Vilborg, Guðný Steinunn, Árdís Hulda, Bergdís Ýr og Bjarni Þór
.
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vorkaffi Fáskrúðsfirðingafélagsins

Vorkaffi Fáskrúðsfirðingafélagsins. Það er eitthvað notalegt við að vera í átthagafélagi. Því miður eiga þau mörg undir högg að sækja með breyttu landslagi í stafrænni tækin, greiðari og auknum ferðalögum, aukinni afþreyjingu og ýmsu fleiri. Það að vera í átthagafélagi fær fólk til að hugsa hlýlega til heimahaganna og svo eru stundum kaffisamkomur eins og hjá Fáskrúðsfirðingafélaginu í dag.

Tíu atriði sem við sleppum að segja við fólk sem afþakkar vín

Tíu atriði sem við sleppum að segja við fólk sem afþakkar vín. Flestir vita að drykkjan eykur ekki kynþokkann og við verðum hvorki skemmtilegri né fallegri, þó að við höldum það hugsanlega sjálf. Svo er það vel þekkt að öll virðing á það til að hverfa út í veður og vind ef drykkjan fer úr böndunum. Hver hefur ekki heyrt skandalasögur af fulla gestinum í fínni veislu? Viljum við að fólk muni það helst úr veislunni hversu full við vorum?

Fyrri færsla
Næsta færsla