Bláberjadýfa

Bláberjadýfa mjólkurlaus vegan glúteinlaus hráfæði raw food bláber
Bláberjadýfa

Bláberjadýfa

Við fórum í berjamó á dögunum og tíndum ber í tugkílóatali. Það er unaðslegt að liggja úti í guðsgrænni náttúrinni og tína ber – fullkomin jarðtenging. Svo er um að gera að nýta ber á sem fjölbreyttastan hátt. Fyrir þá sem telja sí og æ hitaeiningar, er gaman að segja frá því að í einum bolla af bláberjum eru aðeins 80 hitaeiningar  Þessi ídýfa er án mjólkurafurða, vegan og glútenlaus. Hún er kjörin ofan á brauð og með ostum.

BLÁBERMÖNDLUSMJÖR

.

Bláberjadýfa

1/2 b möndlusmjör

1 1/2 b bláber

1/2 b kókosolía

örlítið af stevíu ( eða 1/3 tsk hunang eða hrásykur)

safi úr 1/2 sítrónu

1 tsk vanillu extract

Setjið allt í matvinnsluvélina og maukið vel.

Grein um hollustu bláberja

Bláberjadýfa
Þessi fagri hópur kom í afternoon tea og fékk m.a. bláberjadýfuna

BLÁBERMÖNDLUSMJÖR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi

Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi. Konurnar í kvenfélagi Gnúpverja stóðu fyrir glæsilegu kaffisamsæti og fengu okkur Bergþór til að tala um líf okkar, borðsiði og ýmislegt skemmtilegt. Meðal þess sem var á boðstólnum var þessi kaldi brauðréttur sem bragðaðist undurvel. Hér má sjá meira um veisluna þeirra og fyrirlesturinn

Sólskinsterta – terta sumardagsins fyrsta

Sólskinstertu hefur móðir mín bakað á sumardaginn fyrsta í yfir hálfa öld. Heima var þessi terta var aldrei bökuð á öðrum tíma. Hún er kannski ekki sú hollasta en það er gaman að halda í hefðir. Hafið í huga að þetta er frekar lítil uppskrift. Gleðilegt sumar

Rauðvínsterta með hvítum súkkulaðihjúp

Rauðvínsterta með hvítum súkkulaðihjúp. Gestabloggarinn Rannveig Fríða Bragadóttir óperusöngkona og eiginmaður hennar Arnold Postl buðu fjölskyldunni í sunnudagshádegismat eins og kom fram hér ekki fyrir löngu. Í eftirrétt var þessi rauðvínsterta með hvítum súkkulaðihjúp :)

Tékklisti fyrir utanlandsferðir

Tékklisti fyrir utanlandsferðir. Við bregðum stundum undir okkur betri fætinum og höldum til útlanda. Reynslan hefur kennt okkur að útbúa gátlista fyrir utanlandsferðirnar. Þetta er ótrúlega þægilegt og minnkar allt stress til muna, stressið sem myndast oft á síðustu stundu. Listinn saman stendur af grunnatriðum en ekki hvort eigi að taka með fern sokkapör eða síðermaskyrtu. Veðurspá og lengd ferðalagsins ræður mestu um hvað fer í töskuna af fatnaði. Tékklistinn er svo uppfærður reglulega, helst í hverri ferð því það er segin saga að ýmislegt vill gleymast þegar heim er komið