Auglýsing
Bláberjadýfa mjólkurlaus vegan glúteinlaus hráfæði raw food bláber
Bláberjadýfa

Bláberjadýfa

Við fórum í berjamó á dögunum og tíndum ber í tugkílóatali. Það er unaðslegt að liggja úti í guðsgrænni náttúrinni og tína ber – fullkomin jarðtenging. Svo er um að gera að nýta ber á sem fjölbreyttastan hátt. Fyrir þá sem telja sí og æ hitaeiningar, er gaman að segja frá því að í einum bolla af bláberjum eru aðeins 80 hitaeiningar  Þessi ídýfa er án mjólkurafurða, vegan og glútenlaus. Hún er kjörin ofan á brauð og með ostum.

BLÁBERMÖNDLUSMJÖR

.

Bláberjadýfa

1/2 b möndlusmjör

1 1/2 b bláber

1/2 b kókosolía

örlítið af stevíu ( eða 1/3 tsk hunang eða hrásykur)

safi úr 1/2 sítrónu

1 tsk vanillu extract

Setjið allt í matvinnsluvélina og maukið vel.

Grein um hollustu bláberja

Bláberjadýfa
Þessi fagri hópur kom í afternoon tea og fékk m.a. bláberjadýfuna

BLÁBERMÖNDLUSMJÖR

.

Auglýsing