Pekanpæ

Pecanpæ pekan kaffimeðlæti apríkósur döðlur hrátertur raw rúsínur hnetur Ármann andri
Pekanpæ

Ótrúlega auðvelt pekanpæ. Ath að þetta er lítil uppskrift, hana má auðveldlega stækka með því að t.d. tvöfalda uppskriftina. Ármann kom hér við þegar pæið var tilbúðið og fékk að smakka til að gefa ráð.

PEKANÁRMANN

Pekan pæ

1/2 b valhnetur

1 b rúsínur

12 döðlur – lagðar í bleyti í um 30 mín

6 apríkósur – lagðar í bleyti í um 30 mín (með döðlunum)

1/2 b pekan hnetur

smá salt.

Setjið valhnetur, rúsínur og eina msk af köldu vatni í matvinnsluvél og maukið. Látið í lítið form og þjappið lítið eitt. Kælið. Setjið döðlurnar í matvinnsluvélina ásamt ca tveimur matskeiðum af vatninu sem þær voru í og smá salti. Látið maukið yfir valhnetubotninn og raðið pecan hnetum yfir.

— PEKANPÆ —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Flóran, café bistró

  Flóran 

Flóran, café bistró í Grasagarðinum. Margt hef ég lært af Marentzu Paulsen í gegnum árin, en leiðir okkar lágu saman fyrst við opnun kaffihúss á Egilsstöðum fyrir rúmlega tuttugu árum. Eitthvað gekk mér illa að muna nafnið hennar, en þá sagði hún glaðlega: Hugsaðu bara um marengstertu, þá geturðu ekki gleymt nafninu!

Rice krispies múffur

Rice krispies múffur. Það sem mér hefur helst þótt að Rice Krispies kökum/múffum er að oft er allt of mikið að sírópi og stundum notaður sykur líka - gleymum ekki að Rice Krispies eitt og sér er hlaðið sykri. Þorbjörg kom með Rice krispies múffur í föstudagskaffið í vinnunni sem voru ekki dýsætar. Annars eigum við að taka höndum saman og minnka sykur í mat.

Fyrri færsla
Næsta færsla