Tómatbaka

Tómatbaka tómatar baka dijon
Tómatbaka

TÓMATBAKA. Það er kjörið að nota tómata í böku enda er núna allt fullt af tómötum – meira að segja í stofuglugganum hjá okkur. Tómatar eru auðræktanlegir en gott er að hafa í huga að það kemur frekar slæm lykt ef fólk er mikið að snerta blöðin á trénu/plöntunni. Stundum hef ég smátt saxað einn stóran lauk, steikt í olíu og sett ofan á dijon sinnepið. Bakan var borin fram með fersku grænu salati og bankabyggsalati.

TÓMATARBÖKURBANKABYGG

TÓMATBAKA

1 pk frosið smjördeig

1/2 dós sýrður rjómi

1- 2 msk af Dijon sinnepi

150 g rifinn ostur

1 msk af basilikum

1 msk timian

pipar

5-6 tómatar

smá ólífuolía

Látið smjördeigið þiðna, fletjið það út og setjið í (kringlótt) eldfast form. Blandið saman sýrðum rjóma og Dijon sinnepi og smyrjið yfir deigið. Dreyfið ostinum yfir og kryddinu þar ofan á. Skerið tómata í sneiðar eða báta og takið þetta blauta úr þeim (annars verður bakan of blaut), raðað yfir fatið. Setjið olífuolíu yfir.

Bakið í 200° heitum ofni í 20 mín.

Má borða heitt eða kalt.

Hér má sjá vandaða umfjöllun um tómata og hér að neðan er tafla með næringarinnihaldi tómata

Tómatar eru hollir
Tómatar eru hollir

— TÓMATBAKAN —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súkkulaði- og hnetugóðgæti

Súkkulaði- og hnetugóðgæti

Súkkulaði- og hnetugóðgæti. Ætli megi ekki flokka þetta sem heilsunammi. Það er samt frekar leiðinlegt þegar einn og einn hrekkur í baklás við það eitt að heyra HEILSU-eitthvað um mat. En þeim fer nú sem betur fer fækkandi og flestir að verða meðvitaðir um gildi alvöru matar (svo er alltaf skilgreininaratriði hvað er alvöru matur...)

Indverskur kjúklingur

Indverskur kjúklingur

Indverskur kjúklingur. Úrbeinið kjúklingalærin. Blandið saman í stórri skál mangó chutney, blaðlauk, hvítlauk, engifer, kóriander, spínati, gulrót, olíu, ediki, limesafa, salti og pipar. Bætið kjúklingalærunum saman við og blandið vel saman. Látið standa við stofuhita í 20-30 mín. Raðið lærunum í eldfast form og steikið í ofni við 175° í um 35-40 mín