Rauðrófusalat – (rauðrófur eru kynörvandi)

Rauðrófusalat epli gulrætur rauðrófur Rauðrófusalat – (rauðrófur eru kynörvandi)

Rauðrófusalat. Hætti aldrei að dásama rauðrófur, þær eru járnríkar, hollar og afar bragðgóðar. Forngrikkir notuðu rauðrófur til að eyða hvítlaukslykt eftir matinn og Rómverjar trúðu því að rauðrófur örvuðu kynhvötina.

RAUÐRÓFURSALÖT —

Rauðrófusalat

1 stór rauðrófa

3 gulrætur

2 græn epli

1 stórt avókadó

1 dl rúsínur

2 cm bútur af fersku engiferi

safi úr einni sítrónu

1 msk góð olía

Rífið rauðrófur, gulrætur, epli og engifer með rifjárni (eða rífið í matvinnsluvélinni) og setjið í skál. Brytjið avokadó og blandið saman við ásamt rúsínum. Kreistið safann úr sítrónunni, blandið honum saman við olínua og hellið yfir salatið. Blandið vel saman og geymið í ísskáp í um klst.

Rauðrófur hollusta hollar

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fjaran á Húsavík

Fjaran

Fjaran á Húsavík. Á ferðalagi okkar um Norðurland var borðað á nýjum veitingastað á Húsavík. Tveir ungir menn gengu um beina og stjönuðu við okkur - þeir voru með augu á hverjum fingri, eins og sagt er um þægilegt framreiðslufólk með þjónustulund. Maturinn var einstaklega góður, við fengum sætkartöflusúpu í forrétt og steikta bleikju með byggottói, steiktu fenneli og hollandaise sósu. Fallegur staður sem mæla má með.

Grænmetisbuff

Grænmetisbuff

Grænmetisbuff. Suma morgna setjum við grænmeti í safapressu og drekkum safann okkur til mikillar ánægju. Oftar en ekki hef ég lent í vandræðum með hratið, mér er frekar illa við að henda því. En nú er komin lausn: blanda soðnum baunum saman við hratið ásamt steiktum lauk. Útbúa buff, velta upp úr grófu haframjöli og steikja.