Sítrónusmjör og bláberjasulta

Sítrónusmjör og bláberjasulta sulta bláber lemoncurd

Sítrónusmjör með bláberjasultu. Í afar góður veðri á vel lukkuðum töðugjöldum í Viðey á dögunum var m.a. gefið að smakka á sítrónusmjöri með bláberjasultu. Uppskriftin af sítrónusmjörinu er hér, saman við eina krukku (ca 400 ml.) setti ég tvær matskeiðar af bláberjasultu. Þetta er mjög gott með ostum og eflaust fleiru eins og ristuðu brauði.

Albert Bergþór Viðey

Töðugjöld í Viðey viðeyjarstofa

Sítrónusmjör og bláberjasulta

Pestó, rauðrófumauk og sítrónusmjör með bláberjasultu

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hábítur í Perlunni – Út í bláinn

Út í bláinn í Perlunni. Efstu hæð Perlunnar í Reykjavík hefur verið breytt mikið, matsölustaðurinn Út í bláinn er sunnan megin og Kaffitár er norðan megin. Já og gólfið snýst núna aðeins á kvöldin. Við skelltum okkur í vel útilátinn hábít í Perlunni á nýja veitingastaðinn Út í bláinn. Hábítur er brunch, eða hádegismatur og árbítur í einu orði.

Skálað; Lyfta – drekka – lyfta

Skálað; Lyfta - drekka - lyfta.
Gaman er að lyfta glösum til að heiðra einhvern á mannamótum, eða til að skála fyrir kvöldinu, lífinu o.s.frv. Um leið og við lyftum glasi er skemmtileg venja að ná stuttu augnsambandi við þá sem við skálum við, þ.e. ef hópurinn fer ekki yfir 6-8 manns (til að ná augnsambandi má glasið því ekki fara hærra en svo að andlitið sjáist), annars lítur maður bara yfir hópinn. Þá dreypum við á, lyftum síðan glasinu aftur og lítum um leið aftur á þá sem við skálum við. Æfingin skapar meistarann.

SaveSave