Ananas-kasjú-kínóa réttur

Ananas-kasjú-kínóa réttur glúteinlaust glútenlaust glúteinfrítt kasjúhnetur lime grænar baunir
Ananas-kasjú-kínóa réttur

Ananas-kasjú-kínóa réttur

Þessi réttur tekur dálítinn tíma, en vel þess virði. Kínóa er glútenlaust og auðmeltanlegt. Það inniheldur allar átta amínósýrurnar sem eru líkamanum nauðsynlegar – telst það ekki fullkomið prótein? Kínóa er fitulítið og inniheldur mikið af trefjum, omega 3, járni, b-vítamínum, sinki, kalki og E-vítamíni. Kínóa inniheldur jafnmikið prótein og mjólk. Tekur aðeins um 15 mín að sjóða það.
.
.
Ananas-kasjú-kínóa réttur grænar baunir kasjú hnetur paprika chili lime
Hluti af hráefninu í Ananas-kasjú-kínóa réttinn

Ananas-kasjú-kínóa réttur

Kínóa-heilkorn soðin sér með svolitlum fyrirvara:

1 bolli kínóa, skolað og síað
1 bolli ananassafi
1/2 bolli vatn
¼ tsk soja

Hitið að suðu, hrærið, lækkið hitann og sjóðið þar til vökvinn er gufaður upp. Kælið.

100 g kasjúhnetur
3 msk hnetuolía
2 vorlaukar, skornir þunnt
2 hvítlauksgeirar, marðir
1 chilipipar, mjög fínt skorinn
rúmur cm af engifer, marinn
1 paprika
1 bolli frosnar grænar baunir
½ bolli ferskt basilikum
2 msk fínt skorin mintulauf
½ ananas skorinn í munnbitastærð
3 msk soja
3 msk grænmetissoð með krafti
límóna til að skreyta með

Hafið allt tilbúið og niðurskorið.

Hitið wok pönnu, ristið kasjúhneturnar. Geymið þær á diski. Steikið vorlaukinn og hvítlaukinn í olíunni. Bætið út í chili og engifer í 2 mín. Þá papriku og baunum 3-4 mín. Þá basilikum og mintu í 1 mín.
Bætið út í ananas og kínóa, soja og grænmetissoði. Hrærið allt vel saman og hitið áfram í 10-14 mín, eða þar til kínóað er orðið vel heitt. Hneturnar yfir síðast og límónubátar.

.

ANANASKÍNÓAKASJÚHNETURGLÚTEINLAUSTVEGAN

— ANANAS-KASJÚ-KÍNÓA-RÉTTUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.