Ananas-kasjú-kínóa réttur

Ananas-kasjú-kínóa réttur glúteinlaust glútenlaust glúteinfrítt kasjúhnetur lime grænar baunir
Ananas-kasjú-kínóa réttur

Ananas-kasjú-kínóa réttur

Þessi réttur tekur dálítinn tíma, en vel þess virði. Kínóa er glútenlaust og auðmeltanlegt. Það inniheldur allar átta amínósýrurnar sem eru líkamanum nauðsynlegar – telst það ekki fullkomið prótein? Kínóa er fitulítið og inniheldur mikið af trefjum, omega 3, járni, b-vítamínum, sinki, kalki og E-vítamíni. Kínóa inniheldur jafnmikið prótein og mjólk. Tekur aðeins um 15 mín að sjóða það.
.
.
Ananas-kasjú-kínóa réttur grænar baunir kasjú hnetur paprika chili lime
Hluti af hráefninu í Ananas-kasjú-kínóa réttinn

Ananas-kasjú-kínóa réttur

Kínóa-heilkorn soðin sér með svolitlum fyrirvara:

1 bolli kínóa, skolað og síað
1 bolli ananassafi
1/2 bolli vatn
¼ tsk soja

Hitið að suðu, hrærið, lækkið hitann og sjóðið þar til vökvinn er gufaður upp. Kælið.

100 g kasjúhnetur
3 msk hnetuolía
2 vorlaukar, skornir þunnt
2 hvítlauksgeirar, marðir
1 chilipipar, mjög fínt skorinn
rúmur cm af engifer, marinn
1 paprika
1 bolli frosnar grænar baunir
½ bolli ferskt basilikum
2 msk fínt skorin mintulauf
½ ananas skorinn í munnbitastærð
3 msk soja
3 msk grænmetissoð með krafti
límóna til að skreyta með

Hafið allt tilbúið og niðurskorið.

Hitið wok pönnu, ristið kasjúhneturnar. Geymið þær á diski. Steikið vorlaukinn og hvítlaukinn í olíunni. Bætið út í chili og engifer í 2 mín. Þá papriku og baunum 3-4 mín. Þá basilikum og mintu í 1 mín.
Bætið út í ananas og kínóa, soja og grænmetissoði. Hrærið allt vel saman og hitið áfram í 10-14 mín, eða þar til kínóað er orðið vel heitt. Hneturnar yfir síðast og límónubátar.

.

ANANASKÍNÓAKASJÚHNETURGLÚTEINLAUSTVEGAN

— ANANAS-KASJÚ-KÍNÓA-RÉTTUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Þurrkuð bláber

Þurrkuð bláber. Í þeirri ágætu bók Grænmeti og ber allt árið, sem af flestum var aldrei kölluð annað en Ber allt árið, útskýrir Helga Sigurðardóttir hvernig þurrka skuli bláber.

Tómatasalat

Tómatsalat

Tómatsalat. Þessar vikurnar er ég að missa mig, mikið afskaplega eru góðir tómatar góðir. Uppskriftin er frá Spáni og í texta með henni stendur að ráðlagt sé að borða tómata ferska því C vítamínið í þeim rýrni við eldun.

Fiskisúpa – bragðmikil og ljúf

Fiskisúpa - bragðmikil og ljúf. Matarmiklar súpur eru dásamlega góðar. Í súpuna má nota hvaða eftirlætis fisktegundir sem. Súpuna bjó ég til með nokkrum fyrirvara, lét hana standa í á þriðja klukkutíma, hitaði svo upp og setti fiskinn saman við.