Ávaxtakaka með kanil og súkkulaði

Ávaxtakaka með kanil og súkkulaði gráfíkjur fíkjur ávextir tertur kaka

Ávaxtakaka með kanil og súkkulaði.  Þessi kaka er full af ávöxtum og hollustu. Næst þegar ég baka hana geri ég ráð fyrir að kakan verði bökuð í tveimur jólakökuformum – held það komi betur út. Ef fólk vill má alveg minnka það sem er ofan á.

Ávaxtakaka með kanil og súkkulaði

Ávaxtakaka með kanil og súkkulaði

100 g smjör

1 dl púðursykur

2 egg

200 g heilhveiti

1 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

2 msk góð olía

1 stór banani

2 græn epli

safi úr 1/2 sítrónu

Þeytið vel saman smjör og púðursykur, látið eggin saman við, þá olíuna og sítrónusafann. Rífið eplin á rifjárni og merjið bananana með gafflið – bætið saman við.

Látið degið í smurt hringlaga form.

Ofan á:

100 g valhnetur

1 msk púðursykur

5 gráfíkjur

100 g gott súkkulaði

2 tsk kanill

1/3 tsk salt

Saxið valhnetur, gráfíkjur og súkkulaði, bætið saman við púðursykri, kanil og salti. Blandið vel saman og látið yfir deigið. Bakið við 175 °í um 35 mín.

Ávaxtakaka með kanil og súkkulaði

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarspjallfundir Alberts og Betu næringarfræðings

Matarspjallfundir Alberts og Betu næringarfræðings. Við Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur eða Beta eins og ég kalla hana erum búin að hittast reglulega frá því í haust með það að markmiði að skoða mataræði mitt og hvort hægt er að gera betur og þá hvernig. Ástæðan fyrir því að ég fór til Betu var ekki það að eitthvað væri að angra mig sérstaklega, heldur meira að mig langaði að gera sjá með aðstoð næringarfræðings hvort ég væri í alvöru að borða hollt og jafnvel gera nokkrar tilraunir. Við tókum þetta skref fyrir skref

Pílagrímaterta – Tarta de Santiago

Pílagrímaterta IMG_2052

Pílagrímaterta. Margrét Jónsdóttir Njarðvík á ferðaskrifstofuna Mundo (sem við fórum með til Mont Blanc) bauð í fimmtugsafmæli sínu upp á paellu og pílagrímatertu á eftir. Meðal annars hafa fjölmargir farið Jakobsstíginn á Spáni á hennar vegum - hinn svokallaða pílagrímastíg. „þessi pílagrímaterta er snædd á Jakobsvegi. Farþegar Mundo missa sig í kökuna því hún er ávanabindandi og ekki óholl - þökk sé öllum möndlunm í henni." Pílagrímatertan er afar bragðgóð og mjúk terta. Falleg, holl og góð möndluterta.

Madhur Jaffrey – indverskur kjúklingur

Madhur Jeffrey - Indverskur kjúklingur

Madhur Jaffrey - indverskur kjúklingur. Vel sterkur réttur sem fær fólk til að svitna. Að vísu átti ég aðeins eitt rautt chili sem var látið duga. Súpergóður réttur borinn fram með naanbrauði og hrísgrjónum.

Fyrri færsla
Næsta færsla